1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir stafliðir, k- og l-liður, sem orðast svo:
k) | Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/460 frá 30. mars 2016 um breytingu á IV. og V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 um þrávirk, lífræn mengunarefni, sem vísað er til í tölulið 12w, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 118/2016, þann 3. júní 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 18. ágúst 2016, bls. 420-427. | |
l) | Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/293 frá 1. mars 2016 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 um þrávirk, lífræn mengunarefni að því er varðar I. viðauka, sem vísað er til í tölulið 12w, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 147/2016, þann 8. júlí 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 52 frá 22. september 2016, bls. 183-187. |
2. gr.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 11. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013 og 43. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 10. október 2016.
F. h. r.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.