Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

753/2016

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 630/2014 um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði.

1. gr.

Í stað töluliðs 31 í IV. viðauka reglugerðarinnar kemur nýr töluliður 31a sem orðast svo:

31a Blý, kadmíum, sexgilt króm og fjölbrómaðir dífenýletrar í varahlutum, sem eru endurheimtir úr lækningatækjum og notaðir til viðgerða eða endurbóta á þeim, þ.m.t. lækningatæki til sjúkdóms­greiningar í glasi eða rafeindasmásjár og fylgihlutir þeirra, að því tilskildu að endur­nýtingin fari fram í endurskoðunarhæfu, lokuðu skilakerfi fyrir viðskipti milli fyrirtækja og að viðskipta­­vininum sé tilkynnt um alla endurnotkun á hlutum.
  Fellur úr gildi:
  a) 21. júlí 2021 vegna notkunar í lækningatæki önnur en lækningatæki til sjúkdóms­greiningar í glasi.
  b) 21. júlí 2023 vegna notkunar í lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi.
  c) 21. júlí 2024 vegna notkunar í rafeindasmásjár og fylgihluti þeirra.

2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/585 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý, kadmíum, sexgilt króm og fjölbrómaða dífenýletra í varahlutum sem eru endur­nýttir úr lækningatækjum eða rafeindasmásjám og notaðir til viðgerða eða endurbóta á þeim, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 146/2016 þann 8. júlí 2016.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett er með stoð í 11. gr. efnalaga nr. 61/2013 og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 22. ágúst 2016.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica