Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

461/2016

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 414/2014 um stafrænar landupplýsingar.

1. gr.

Við 7. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1311/2014 frá 10. desember 2014 um breyt­ingu á reglugerð (EB) nr. 976/2009 að því er varðar skilgreiningu á INSPIRE-lýsi­gagna­staki, sem vísað er til í tölulið 1jc, I. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efna­hags­svæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 30/2016, þann 5. febrúar 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 18 frá 31. mars 2016, 2016/EES/18/38, bls. 281-282.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1312/2014 frá 10. desember 2014 um breyt­ingu á reglugerð (ESB) nr. 1089/2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðs­ins 2007/2/EB að því er varðar rekstrarsamhæfi landgagnasafna, sem vísað er til í tölulið 1je, I. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 30/2016, þann 5. febrúar 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 18 frá 31. mars 2016, 2016/EES/18/39, bls. 283-291.

2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1311/2014 frá 10. desember 2014 um breyt­ingu á reglugerð (EB) nr. 976/2009 að því er varðar skilgreiningu á INSPIRE-lýsigagna­staki.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1312/2014 frá 10. desember 2014 um breyt­ingu á reglugerð (ESB) nr. 1089/2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðs­ins 2007/2/EB að því er varðar rekstrarsamhæfi landgagnasafna.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. mgr. 13. gr. laga nr. 44/2011 um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 17. maí 2016.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Kjartan Ingvarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica