Leita
Hreinsa Um leit

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

301/2016

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH).

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast við þrír töluliðir, 33., 34. og 35. liður, sem orðast svo:

  33) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/830 frá 28. maí 2015 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH)), sem vísað er til í tölulið 12zc, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sam­eiginlegu EES-nefndarinnar nr. 258/2015 frá 30. október 2015. Reglugerðin er birt í EES-við­bæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74 frá 10. desember 2015, bls. 392-415.
  34) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/864 frá 4. júní 2015 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 340/2008 um þóknanir og gjöld sem greiða ber til Efna­stofnunar Evrópu samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH)), sem vísað er til í tölulið 12zc, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efna­hags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 259/2015 frá 30. október 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópu­sambandsins nr. 74 frá 10. desember 2015, bls. 416-426.
  35) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1494 frá 4. september 2015 um breyt­ingu á XVII. viðauka (viðvíkjandi benseni) við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efna­reglurnar (REACH)), sem vísað er til í tölulið 12zc, XV. kafla, II. viðauka samn­ings­ins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sam­eiginlegu EES-nefndar­innar nr. 257/2015 frá 30. október 2015. Reglugerðin er birt í EES-við­bæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 74 frá 10. desember 2015, bls. 390-391.

2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/830 um breytingu á reglugerð Evrópu­þingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og tak­mark­anir að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH)).
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/864 frá 4. júní 2015 um breytingu á reglugerð nr. 340/2008 um þóknanir og gjöld sem greiða ber til Efnastofnunar Evrópu samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH)).
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1494 frá 4. september 2015 um breytingu á XVII. viðauka (viðvíkjandi benseni) við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efna­reglurnar (REACH)).

3. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. tl. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 22. mars 2016.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica