Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

332/2015

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 414/2014 um stafrænar landupplýsingar.

1. gr.

Við 7. gr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1253/2013 frá 21. október 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1089/2010 um framkvæmd tilskipunar 2007/2/EB að því er varðar rekstrarsamhæfi landgagnasafna og -þjónustu, sem vísað er til í tölulið 1je, I. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 137/2014, þann 27. júní 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 16 frá 19. mars 2015, 2015/EES/16/26, bls. 321-587.

2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1253/2013 frá 21. október 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1089/2010 um fram­kvæmd tilskipunar 2007/2/EB að því er varðar rekstrarsamhæfi landgagnasafna og -þjón­ustu.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. mgr. 13. gr. laga nr. 44/2011 um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 31. mars 2015.

F. h. r.

Hugi Ólafsson.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica