Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

16/2015

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 73/2013 um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til rekstraraðila staðbundinnar starfsemi í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. - Brottfallin

1. gr.

Við 21. gr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi:

 

f)

Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/9/ESB frá 18. desember 2013 um breyt­ingu á ákvörðunum 2010/2/ESB og 2011/278/ESB hvað varðar þá geira og undirgeira sem teljast vera í umtalsverðri áhættu á kolefnisleka, sem vísað er til í töluliðum 21alb og 21alc, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efna­hags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 141/2014, frá 27. júní 2014, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af reglu­gerð þessari, XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 54 frá 25. september 2014, 2014/EES/54/60, bls. 588-591.2. gr.

Innleiðing.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/9/ESB frá 18. desember 2013 um breytingu á ákvörðunum 2010/2/ESB og 2011/278/ESB hvað varðar þá geira og undirgeira sem teljast vera í umtalsverðri áhættu á kolefnisleka, sem vísað er til í töluliðum 21alb og 21alc, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 141/2014, frá 27. júní 2014.

3. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 11. mgr. 10. gr., 7. mgr. 11. gr. og 4. mgr. 12. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 5. janúar 2015.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Hugi Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica