Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

1236/2014

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 525/2006 um umhverfismerki. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Við 1. mgr. 18. gr. bætist nýr töluliður, 3. liður, sem orðast svo:

 

3.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 782/2013 frá 14. ágúst 2013 um breytingu á III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 66/2010 um umhverfismerki ESB sem vísað er til í tölul. 2a í I. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 54/2014, þann 8. apríl 2014 öðlast gildi hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 23 frá 10. apríl 2014, bls. 254-255.2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 782/2013 frá 14. ágúst 2013 um breytingu á III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 66/2010 um umhverfismerki ESB.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 6. tölul. 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 15. desember 2014.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica