Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

928/2014

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 630/2014 um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði.

1. gr.

Við III. viðauka reglugerðarinnar bætast þrír nýir töluliðir á viðeigandi stað, svohljóðandi:

a)

          Undanþága

Gildissvið og gildistími

1.g.

Til almennrar lýsingar < 30 W með a.m.k. 20.000 klst. endingartíma: 3,5 mg

Fellur úr gildi 31. desember 2017.



b)

4.g.

Kvikasilfur í handgerðum lýsandi úrhleðslupípum, sem eru notaðar í skilti, skrautlýsingu eða lýsingarhönnun arkitekta ásamt sérstakri lýsingu og ljósalist skal takmarkast á eftirfarandi hátt:

a) 20 mg á hvert rafskautapar + 0,3 mg fyrir hvern sentimetra pípulengdar, en ekki meira en 80 mg þegar þær eru notaðar utandyra og þegar þær eru notaðar innandyra við hitastig sem er undir 20°C

b) 15 mg á hvert rafskautapar + 0,24 mg fyrir hvern sentimetra pípulengdar, en ekki meira en 80 mg fyrir alla notkun innandyra

Fellur úr gildi 31. desember 2018



c)

41.

Blý í lóðningarefni og húðun á tengjum á rafmagns- og rafeindaíhlutum og húðun á prentplötum sem eru notaðar í kveikjueiningar og önnur rafmagns- og rafeindastjórnkerfi hreyfils sem þurfa af tæknilegum ástæðum að festast beint á vélar handverkfæra með brunahreyfil, sveifarhús þeirra eða strokk (flokkar SH1, SH2, SH3 tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 97/68/EB)

Fellur úr gildi 31. desember 2018



2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á IV. viðauka reglugerðarinnar:

a) Í stað 12. töluliðar kemur nýr liður, svohljóðandi:

Blý og kadmíum í málmtengi sem búa til ofurleiðandi segulrásir í nemum segulóm­tækja (MRI), ofurleiðnisegulmæla (SQUID), kjarnsegulómsefnagreina (NMR) eða Fourier-vörpunarmassagreina (FTMS). Fellur úr gildi 30. júní 2021.

b) Við bætast tuttugu nýir töluliðir, 21.-40. töluliður, svohljóðandi:

  1. Kadmíum í fosfórhúðir í skyggnimögnurum fyrir röntgenmyndir til 31. desember 2019 og í varahluti fyrir röntgentæki, sem eru sett á markað í Evrópusambandinu fyrir 1. janúar 2020.
  2. Merkiefnið blýasetat til notkunar í hnitstýrða (e. stereotactic) höfuðramma til notkunar við tölvusneiðmyndatöku og segulómun og í staðsetningarkerfi í búnað fyrir gammageisla- og agnageislameðferð. Fellur úr gildi 30. júní 2021.
  3. Blý sem málmblendisþáttur í legum og slitflötum í lækningatækjum sem verða fyrir jónandi geislun. Fellur úr gildi 30. júní 2021.
  4. Blý til að gera lofttæmisheldar tengingar mögulegar milli áls og stáls í röntgen­skyggnimögnurum. Fellur úr gildi 31. desember 2019.
  5. Blý í yfirborðshúðir á pinnatengikerfum sem krefjast óseglaðs tengilbúnaðar sem er notaður varanlega við hitastig undir -20°C við eðlileg notkunar- og geymsluskilyrði. Fellur úr gildi 30. júní 2021.
  6. Blý í

    -

    lóðningarefni á prentplötur,

    -

    húðir á úttakstengjum á rafmagns- og rafeindaíhlutum og húðir á prentplötum,

    -

    lóðningarefni til að tengja víra og rafstrengi,

    -

    lóðningarefni til að tengja ferjöld og skynjara,

    sem eru notuð varanlega við hitastig undir -20°C við eðlileg notkunar- og geymslu­skilyrði. Fellur úr gildi 30. júní 2021.
  7. Blý í

    -

    lóðningarefni,

    -

    húðir á úttakstengjum á rafmagns- og rafeindaíhlutum og prentplötum,

    -

    tengingar raftauga, hlífa og umluktra tengja,

    sem eru notuð í:

    a)

    segulsviði innan kúlurýmis með 1 m geisla í kringum segulmiðju í læknis­fræði­legum segulómtækjum, þ.m.t. lífsmarkavaktarar sem eru hannaðir til notkunar innan þessa rýmis, eða

    b)

    segulsviði innan 1 m fjarlægðar frá ytri flötum segla hringhraðla og segla til færslu og stefnustýringar geisla, sem eru notaðir við agnageislameðferð.

    Fellur úr gildi 30. júní 2020.

  8. Blý í lóðningarefni til að festa stafræna fylkisfjölnema úr kadmíumtellúri og kadmíumsinktellúri á prentplötur. Fellur úr gildi 31. desember 2017.
  9. Blý í málmblendi sem ofurleiðara eða varmaleiðara til nota í kulhausa lághitakæla og/eða í lághitakælda kulkanna (e. cold probes) og/eða í lághitakæld spennu­jöfn­unar­kerfi í lækningatækjum (í 8. flokki) og/eða í vöktunar- og stýri­tækjum í iðnaði.
    Fellur úr gildi 30. júní 2021.
  10. Sexgilt króm í basaskammtara sem eru notaðir til framleiðslu á ljósbakskautum í röntgenskyggnimögnurum til 31. desember 2019 og í varahluti fyrir röntgentæki sem eru sett á markað í Evrópusambandinu fyrir 1. janúar 2020.
  11. Blý, kadmíum og sexgilt króm í endurnotuðum varahlutum úr lækningatækjum sem eru sett á markað fyrir 22. júlí 2014 og notuð í búnað í 8. flokki sem er settur á markað fyrir 22. júlí 2021, að því tilskildu að sú endurnotkun fari fram í endur­skoð­unar­hæfu, lokuðu skilakerfi fyrir viðskipti á milli fyrirtækja og að endur­notkun hluta sé tilkynnt neytendum.
    Fellur úr gildi 21. júlí 2021.
  12. Blý í lóðningarefni á prentplötur nema og gagnasöfnunareininga fyrir jáeindaskanna sem eru innbyggðir í segulómtæki (MRI). Fellur úr gildi 31. desember 2019.
  13. Blý í lóðningarefni á prentplötur með íhlutum sem eru notaðar í færanleg lækn­inga­tæki, önnur en færanleg neyðarhjartastuðtæki, í II. flokki a og II. flokki b í tilskipun 93/42/EBE.
    Fellur úr gildi 30. júní 2016 að því er varðar flokk II a og 31. desember 2020 að því er varðar flokk II b.
  14. Blý sem örvari í flúrljómandi dufti úrhleðslupera þegar þær eru notaðar í lampa til ljósmeðferðar á blóði utan líkama (e. extracorporeal photopheresis lamps) og innhalda BSP-fosfór (BaSi2O5:Pb).
    Fellur úr gildi 22. júlí 2021.
  15. Kvikasilfur í kaldskautsflúrperur fyrir baklýsta vökvakristalsskjái, sem er ekki meira en 5 mg í hverri peru, sem eru notaðir í vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði sem eru sett á markað fyrir 22. júlí 2017.
    Fellur úr gildi 21. júlí 2024.
  16. Blý notað í önnur kerfi en tengikerfi með sveigjanlegum pinnum í vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði.
    Fellur úr gildi 31. desember 2020. Má nota eftir þann dag í varahlutum fyrir vökt­unar- og eftirlitstæki í iðnaði sett á markað fyrir 1. janúar 2021.
  17. Blý í platínuhúðuð platínurafskaut sem eru notuð til að mæla eðlisleiðni þar sem a.m.k. eitt af eftirfarandi skilyrðum á við:

    a)

    mælingar á breiðu sviði eðlisleiðni sem nær yfir meira en eitt stærðarþrep (t.d. svið á bilinu 0,1 mS/m og 5 mS/m) sem fara fram á tilraunastofum til að mæla styrk sem er óþekktur,

    b)

    mælingar á lausnum þar sem krafist er nákvæmni sem nemur +/- 1% af sýna­töku­bilinu og þar sem krafist er mikils tæringarþols fyrir eftirfarandi:

     

    i.

    lausnir með sýrustig undir pH 1,

     

    ii.

    lausnir með basavirkni yfir pH 13,

     

    iii.

    ætandi lausnir sem innihalda halógenlofttegundir,

    c)

    mælingar á eðlisleiðni sem er meiri en 100 mS/m sem verða að fara fram með færanlegum mælitækjum.

    Fellur úr gildi 31. desember 2018.

  18. Blý í lóðningarefni til tengingar á stöfluðum skífueiningum (SDE) fyrir stóra fleti með yfir 500 samtengi á hvern skilflöt sem eru notaðir í röntgengeislaskynjara fyrir tæki til tölvusneiðmyndatöku og fyrir röntgentæki.
    Fellur úr gildi 31. desember 2019. Má nota eftir þann dag í varahluti fyrir tölvu­sneiðmynda­tæki og röntgentæki sett á markað fyrir 1. janúar 2020.
  19. Blý í örrásaplötum sem eru notaðar í búnaði þar sem a.m.k. einn af eftirfarandi eiginleikum er til staðar:

    a)

    fyrirferðarlítill nemi fyrir rafeindir eða jónir, þar sem rými fyrir nemann tak­markast að hámarki við 3 mm/örrásaplötu (þykkt nema + rými til ísetningar örrása­plötu), að hámarki 6 mm í allt og annars konar hönnun, sem gefur aukið rými fyrir nemann, er vísindalega og tæknilega ekki möguleg,

    b)

    tvívíð rúmupplausn (e. spatial resolution) til greiningar á rafeindum eða jónum sem a.m.k. eitt af eftirfarandi gildir um:

     

    i.

    svörunartími styttri en 25 ns,

     

    ii.

    sýnagreiningarsvæði stærra en 149 mm²,

     

    iii.

    margföldunarstuðull hærri en 1,3 × 10³,

    c)

    svörunartími við greiningu rafeinda eða jóna styttri en 5 ns,

    d)

    sýnagreiningasvæði stærra en 314 mm² til að greina rafeindir eða jónir,

    e)

    margföldunarstuðull hærri en 4,0 × 107.

    Undanþágan fellur úr gildi á eftirfarandi dagsetningum:

    a)

    21. júlí 2021 að því er varðar lækningatæki og vöktunar- og eftirlitstæki,

    b)

    21. júlí 2023 að því er varðar lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi,

    c)

    21. júlí 2024 að því er varðar vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði.

  20. Blý í rafefnakeramík í þéttum fyrir málspennu sem er lægri en 125 V riðstraumur eða 250 V jafnstraumur fyrir vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði.
    Fellur úr gildi 31. desember 2020. Má nota eftir þann dag í varahlutum fyrir vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði sett á markað fyrir 1. janúar 2021.

3. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:

  1. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/1/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý sem málmblendisþátt í legum og slitflötum í lækn­ingatækjum sem verða fyrir jónandi geislun, í því skyni að laga viðaukann að tækni­framförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
  2. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/2/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir kadmíum í fosfórhúðir í skyggnimögnurum fyrir röntgen­myndir til 31. desember 2019 og í varahluti fyrir röntgentæki sem sett eru á markað í Evrópusambandinu fyrir 1. janúar 2020, í því skyni að laga viðaukann að tækni­framförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
  3. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/3/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir merkiefnið blýasetat til notkunar í hnitstýrða (e. stereotactic) höfuðramma til notkunar við tölvusneiðmyndatöku og segulómun og í staðsetningarkerfi í búnað fyrir gammageisla- og agnageislameðferð, í því skyni að laga við­aukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
  4. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/4/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý til að gera lofttæmisheldar tengingar mögulegar milli áls og stáls í röntgenskyggnimögnurum, í því skyni að laga viðaukann að tækni­framförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
  5. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/5/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í lóðningarefni á prentplötur, húðir á úttakstengjum á rafmagns- og rafeindaíhlutum og húðir á prentplötum, lóðningarefni til að tengja víra og rafstrengi og lóðningarefni til að tengja ferjöld og skynjara, sem eru notuð varanlega við hitastig undir -20°C við eðlileg notkunar- og geymsluskilyrði, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
  6. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/6/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í yfirborðshúðir á pinnatengikerfum sem krefjast óseglaðs tengilbúnaðar sem er notaður varanlega við hitastig undir -20°C við eðlileg notkunar- og geymsluskilyrði, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efna­hags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
  7. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/7/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í lóðningarefni, húðir á úttakstengjum á rafmagns- og rafeinda­íhlutum og prentplötum, tengingar raftauga, hlífa og umluktra tengja, sem eru notuð a) í segulsviði innan kúlurýmis með 1 m geisla í kringum segulmiðju í læknis­fræði­legum segulómtækjum, þ.m.t. lífsmarkavaktarar sem eru hannaðir til notkunar innan þessa rýmis, eða b) í segulsviði innan 1 m fjarlægðar frá ytri flötum segla hring­hraðla og segla til færslu og stefnustýringar geisla, sem eru notaðir við agna­geisla­meðferð, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
  8. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/8/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í lóðningarefni til að festa stafræna fylkisfjölnema úr kadmíumtellúri og kadmíumsinktellúri á prentplötur, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
  9. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/9/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý og kadmíum í málmtengi sem búa til ofurleiðandi segulrásir í nemum segulómtækja (MRI), ofurleiðnisegulmæla (SQUID), kjarn­segulóms­efnagreina (NMR) eða Fourier-vörpunarmassagreina (FTMS), í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
  10. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/10/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í málmblendi sem ofurleiðara eða varmaleiðara til nota í kulhausa lághitakæla og/eða í lághitakælda kulkanna (e. cold probes) og/eða í lághitakæld spennujöfnunarkerfi í lækningatækjum (í 8. flokki) og/eða í vöktunar- og stýritækjum í iðnaði, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efna­hags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
  11. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/11/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir sexgilt króm í basaskammtara sem eru notaðir til framleiðslu á ljósbakskautum í röntgenskyggnimögnurum til 31. desember 2019 og í varahluti fyrir röntgentæki sem eru sett á markað í Evrópusambandinu fyrir 1. janúar 2020, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
  12. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/12/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í lóðningarefni á prentplötur nema og gagnasöfnunareininga fyrir jáeindaskanna sem eru innbyggðir í segulómtæki (MRI), í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
  13. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/13/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í lóðningarefni á prentplötur með íhlutum sem eru notaðar í færanleg lækningatæki, önnur en færanleg neyðarhjartastuðtæki, í II. flokki a og II. flokki b í tilskipun 93/42/EBE, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
  14. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/14/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir 3,5 mg af kvikasilfri á hverja peru í sambyggðum flúrlömpum með einum sökkli til almennrar lýsingar < 30 W með a.m.k. 20.000 klst. endingartíma, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
  15. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/15/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý, kadmíum og sexgilt króm í endurnotuðum varahlutum úr lækningatækjum sem eru sett á markað fyrir 22. júlí 2014 og notuð í búnað í 8. flokki sem er settur á markað fyrir 22. júlí 2021, að því tilskildu að sú endurnotkun fari fram í endurskoðunarhæfu, lokuðu skilakerfi fyrir viðskipti á milli fyrirtækja og að endurnotkun hlutanna sé tilkynnt neytendum, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
  16. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/16/ESB frá 18. október 2013 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý sem örvara í flúrljómandi dufti úrhleðslupera þegar þær eru notaðar í lampa til ljósmeðferðar á blóði utan líkama (e. extra­corporeal photopheresis lamps) og innihalda BSP-fosfór (BaSi2O5:Pb), í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2014, þann 27. júní 2014.
  17. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/69/ESB frá 13. mars 2014 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í rafefnakeramík í þéttum fyrir málspennu sem er lægri en 125 V riðstraumur eða 250 V jafnstraumur fyrir vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 181/2014, þann 25. september 2014.
  18. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/70/ESB frá 13. mars 2014 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í örrásaplötur, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 181/2014, þann 25. september 2014.
  19. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/71/ESB frá 13. mars 2014 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í lóðningarefni til tengingar á stöfluðum skífueiningum (SDE) fyrir stóra fleti, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 181/2014, þann 25. september 2014.
  20. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/72/ESB frá 13. mars 2014 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í lóðningarefni og húðun á tengjum á rafmagns- og rafeindaíhlutum og húðun á prentplötum sem eru notaðar í kveikjueiningar og önnur rafmagns- og rafeindastjórnkerfi hreyfils, í því skyni að laga viðaukann að tækni­framförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 181/2014, þann 25. september 2014.
  21. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/73/ESB frá 13. mars 2014 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í platínuhúðuð platínurafskaut, sem eru notuð til að mæla eðlisleiðni, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 181/2014, þann 25. september 2014.
  22. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/74/ESB frá 13. mars 2014 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í önnur tengikerfi með sveigjanlegum pinnum en þrýstibogatengi fyrir vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 181/2014, þann 25. september 2014.
  23. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/75/ESB frá 13. mars 2014 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir kvikasilfur í kaldskautsflúrperur fyrir baklýsta vökva­kristals­skjái, sem er ekki meira en 5 mg í hverri peru, sem eru notaðir í vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði sem eru sett á markað fyrir 22. júlí 2017, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 181/2014, þann 25. september 2014.
  24. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/76/ESB frá 13. mars 2014 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir kvikasilfur í handgerðar lýsandi úrhleðslupípur, sem eru notaðar í skilti, skrautlýsingu eða lýsingarhönnun arkitekta ásamt sérstakri lýsingu og ljósalist, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 181/2014, þann 25. september 2014.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 11. gr. efnalaga nr. 61/2013 og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 9. október 2014.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica