1. gr.
Íslenskar orkurannsóknir eru sérstök ríkisstofnun sem starfar samkvæmt lögum nr. 86/2003.
Íslenskar orkurannsóknir skulu skammstafaðar ÍSOR og enskt heiti stofnunarinnar skal vera Iceland GeoSurvey.
2. gr.
Íslenskar orkurannsóknir starfa á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði og afla sér tekna með sölu á rannsóknum, ráðgjöf, þjónustu og upplýsingum eða öðrum verkefnum á starfssviði Íslenskra orkurannsókna, jafnt innanlands sem utan.
3. gr.
Hlutverk Íslenskra orkurannsókna er að vinna að verkefnum og rannsóknum á sviði náttúrufars, orkumála og annarra auðlindamála, eftir því sem stjórn stofnunarinnar ákveður.
Íslenskar orkurannsóknir sinna m.a. eftirfarandi viðfangsefnum fyrir íslenska ríkið og stofnanir þess samkvæmt nánari útfærslu í samningum sem gera skal milli Íslenskra orkurannsókna og viðeigandi ráðuneyta eða stofnana þeirra:
Gagnasöfn sem Íslenskar orkurannsóknir reka samkvæmt samningum við opinbera aðila skulu vera opin almenningi nema annað sé tekið fram.
4. gr.
Íslenskum orkurannsóknum er heimilt að leita samstarfs við stofnanir og fyrirtæki um að annast eftirfarandi þætti í félagi, enda skal þess gætt að eðlileg kostnaðarskipting komi til, eða samkvæmt verktakasamningi og fylgt sé reglum um slík viðskipti:
5. gr.
Ráðherra skipar fimm manns í stjórn Íslenskra orkurannsókna til fjögurra ára, og ákveður stjórnarformann og stjórnarlaun stjórnar.
Stjórnin hefur á hendi stjórn stofnunarinnar og stefnumótun til langs tíma. Stjórnin samþykkir fjárhagsáætlun hennar og starfsáætlun fyrir eitt ár í senn. Hún skal halda a.m.k. sex fundi á ári hverju.
6. gr.
Stjórn stofnunarinnar ræður forstjóra Íslenskra orkurannsókna. Forstjóri ræður annað starfslið stofnunarinnar og ákveður starfssvið þess. Hann hefur á hendi daglega stjórn Íslenskra orkurannsókna og umsjón með rekstri. Forstjóri kemur fram fyrir hönd stofnunarinnar.
Forstjóri Íslenskra orkurannsókna skal sjá til þess að starfsemi stofnunarinnar sé í samræmi við ákvæði laga og reglugerða og að fullnægjandi eftirlit sé með bókhaldi og meðferð fjármuna stofnunarinnar.
Stjórnin kveður nánar á um verksvið og skyldur forstjóra.
7. gr.
Íslenskum orkurannsóknum er heimilt að stofna og eiga hlutafélag eða einkahlutafélag um verkefni sín erlendis með leyfi ráðherra. Slíkt félag skal vera í meirihlutaeigu ÍSOR og starfa eftir lögum um hlutafélög nr. 2/1995 eða lögum um einkahlutafélög nr. 138/1994.
8. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 7. gr. laga um Íslenskar orkurannsóknir nr. 86/2003. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 22. maí 2014.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigríður Auður Arnardóttir.