Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

343/2014

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða.

1. gr.

Skilgreining á hugtakinu "þéttbýli" í 1. mgr. 2. gr. breytist og orðist svo:

Þéttbýli: Þyrping húsa þar sem búa a.m.k. 50 manns, fjöldi húsa er að lágmarki 3 á hvern hektara og fjarlægð milli húsa fer að jafnaði ekki yfir 200 metra.

2. gr.

1. ml. 2. mgr. 8. gr. orðast svo:

Hættumat skal ná til þéttbýlis eins og það er skilgreint í 2. gr.

3. gr.

2. ml. 2. mgr. 16. gr. fellur brott.

4. gr.

2. mgr. 20. gr. orðast svo:

Á hættusvæði C í þéttbýli skal öryggi tryggt með varanlegum varnarvirkjum eða uppkaupum íbúðarhúsnæðis. Fyrir hættusvæði A og B í þéttbýli og á hættusvæði C á svæðum utan þéttbýlis er heimilt að tryggja öryggi fólks með eftirliti og rýmingu.

5. gr.

Í stað "19. gr." í 22. gr. kemur: 21. gr.

6. gr.

Í stað "18. gr." í 22. gr. kemur: 20. gr.

7. gr.

Í stað "19. gr." í 23. gr. kemur: 21. gr.

8. gr.

Í stað "17. gr." í 3. mgr. 24. gr. kemur: 19. gr.

9. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. 6. mgr. 4. gr. laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum nr. 49/1997 og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 26. mars 2014.

F. h. r.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

Kjartan Ingvarsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.