Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

352/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 72/2013 um vöktun og skýrslugjöf í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. - Brottfallin

1. gr.

Nýr stafliður bætist við 15. gr, svohljóðandi:

c)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2014 frá 4. mars 2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 601/2012 að því er varðar stuðul fyrir hnatt­hlýn­unarmátt annarra gróðurhúsalofttegunda en koldíoxíðs (Global Warming Potential - GWP), sem vísað er til í tölulið 21apg, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 61/2014, frá 4. apríl 2014, með þeim breytingum og við­bótum sem leiðir af reglugerð þessari, XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samn­ing­inn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í fylgiskjali við reglu­gerð þessa.2. gr.

Innleiðing.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2014 frá 4. mars 2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 601/2012 að því er varðar stuðul fyrir hnatthlýnunarmátt annarra gróðurhúsalofttegunda en koldíoxíðs (Global Warming Potential - GWP), sem vísað er til í tölulið 21apg, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 61/2014, frá 4. apríl 2014.

3. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 5. mgr. 13. gr., 6. mgr. 18. gr., 9. mgr. 19. gr. og 7. mgr. 21. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 10. apríl 2014.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Hugi Ólafsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica