Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

1139/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 131/2013 um vottun og viðurkenningu vottunaraðila í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 7. gr. kemur ný grein, 7. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Almennar reglur um markaðseftirlit, faggildingu o.fl.

Litið skal á tilvísanir reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 600/2012, sbr. 8. gr. reglugerðar þessarar, til reglugerðar (EB) nr. 765/2008 sem tilvísanir til reglugerðar nr. 566/2013 um markaðseftirlit, faggildingu o.fl.

2. gr.

Ákvæði til bráðabirgða fellur niður.

3. gr.

Innleiðing.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 600/2012 frá 21. júní 2012 um sannprófun á skýrslum um losun gróðurhúsalofttegunda og skýrslum um tonnkílómetra og faggildingu sannprófenda samkvæmt tilskipun Evrópu­þingsins og ráðsins 2003/87/EB, sem vísað er til í tölulið 21apf, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 234/2012, frá 31. desember 2012, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af reglugerð þessari, XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.

4. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 26. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál og 1. mgr. 4. gr. laga nr. 24/2006 um faggildingu o.fl.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 6. desember 2013.

F. h. r.

Stefán Thors.

Hugi Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica