Leita
Hreinsa Um leit

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

297/2014

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur.

1. gr.

5. gr. orðist svo:

Um eftirlit með reglugerð þessari fer samkvæmt XI. kafla efnalaga nr. 61/2013. Heil­brigðis­nefndir sveitarfélaga hafa eftirlit með meðferð, notkun og merkingum efna í starfs­leyfisskyldri starfsemi sem heyrir undir þau starfsleyfi sem nefndin gefur út á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, sbr. 1. mgr. 6. gr. efna­laga.

2. gr.

7. gr. ásamt fyrirsögn orðist svo:

Gildistaka tiltekinna gerða Evrópubandalagsins.

Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins sem vísað er til í XVI. kafla II. viðauka samn­ings­ins um Evrópska efnahagssvæðið, skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breyt­ingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

 

a)

Reglugerð (EB) Evrópuþingsins og ráðsins frá 30. nóvember 2009 nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 49/2013, þann 5. apríl 2013 öðlast gildi hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20 frá 28. mars 2013, bls. 524-674.

 

b)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 344/2013 frá 4. apríl 2013 um breyt­ingu á viðaukum II, III, V og VI við reglugerð (EB) Evrópuþingsins og ráðs­ins nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. við­auka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 195/2013, þann 8. nóvember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 64 frá 14. nóvem­ber 2013, bls. 271-329.

 

c)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 483/2013 frá 24. maí 2013 um breyt­ingu á viðauka III við reglugerð (EB) Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samn­ings­ins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 195/2013, þann 8. nóvember 2013. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 64 frá 14. nóvember 2013, bls. 330-332.3. gr.

Innleiðing tiltekinna gerða Evrópubandalagsins.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:

 

a)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 344/2013 um breytingu á við­aukum II, III, V og VI við reglugerð (EB) Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1223/2009 um snyrtivörur.

 

b)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 483/2013 um breytingu á viðauka III við reglugerð (EB) Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1223/2009 um snyrtivörur.4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 7. tölul. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 14. mars 2014.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica