1. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi: Heimilt er við breytingu á aðalskipulagi, sbr. 1. mgr. og 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga, að fylgja ákvæðum eldri skipulagsreglugerðar nr. 400/1998 hvað varðar kröfur um framsetningu skipulagsuppdráttar um tákn, línur og liti ef kröfur reglugerðarinnar eru ekki í samræmi við þau tákn, línur og liti sem fyrir eru í gildandi aðalskipulagi.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 24. júní 2013.
F. h. r.
Stefán Thors.
Sigríður Auður Arnardóttir.