Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

291/2013

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 866/2012 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna. - Brottfallin

1. gr.

Við 6. gr. bætast nýir stafliðir, d- og e-liður, sem orðast svo:

d)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 440/2010 frá 21. maí 2010 um gjöld til Evrópsku efnastofnunarinnar í samræmi við reglugerð (EB) Evrópu­þingsins og ráðsins nr. 1272/2008 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna, sem vísað er til í tölulið 12zzf, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 106/2012, þann 15. júní 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 27. sept­ember 2012, 2012/EES/54/57, bls. 556-560.

e)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 618/2012 frá 10. júlí 2012 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1272/2008 Evrópuþingsins og ráðsins um flokkun, merkingu og umbúðir efna og blandna í því skyni að aðlaga hana að tækni- og vísindalegum framförum, sem vísað er til í tölulið 12zze, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 9/2013, þann 1. febrúar 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 16 frá 14. mars 2013, 2013/EES/16/49, bls. 236-243.



2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 6. mgr. 5. gr. a og 3. mgr. 6. gr. a laga nr. 45/2008 um efni og efnablöndur.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 2. apríl 2013.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica