Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

243/2013

Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 750/2008 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni („REACH“). - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist við ný grein 7. gr. a, sem orðast svo:

Þrátt fyrir 1. lið 59. færslu í XVII. viðauka reglugerðar (EB) nr. 1907/2006, sbr. 8. gr., er mál­ara­meisturum heimilt að nota málningaruppleysa sem innihalda díklórmetan að upp­fylltum skilyrðum sem fram koma í þessari grein. Jafnframt er heimilt að slíkir málningar­uppleysar séu settir á markað til sölu til málarameistara að uppfylltum skilyrðum sem fram koma í þessari grein.

Málarameistari, sem óskar eftir að nota málningaruppleysa sem innihalda díklórmetan, skal hafa hlotið sérstaklega þjálfun til að nota málningaruppleysa sem innihalda díklór­metan. Slík þjálfun skal að lágmarki ná yfir vitneskju um heilbrigðisáhættur og mat og stjórn á þeim, þ.m.t. upplýsingar um fyrirliggjandi staðgönguefni eða ferli sem við notk­unar­skilyrðin eru hættuminni fyrir heilbrigði og öryggi starfsmanna, notkun á nægjan­legri loftræstingu og notkun á viðeigandi persónuhlífum. Málarameistari skal skila staðfest­ingu á að hafa lokið þjálfun til Umhverfisstofnunar.

Umhverfisstofnun gefur út vottorð fyrir málarameistara sem hlotið hafa þjálfun skv. 2. mgr.

Fyrirtæki, sem óskar eftir að markaðssetja málningaruppleysa sem innihalda díklór­metan, skal afla sér leyfis frá Umhverfisstofnun til að markaðssetja slíka málningar­uppleysa.

Umhverfisstofnun gefur út leyfi fyrir fyrirtæki sem markaðssetja málningaruppleysa sem innihalda díklórmetan.

Fyrirtæki, sem hafa leyfi skv. 5. mgr., er einungis heimilt að afhenda málningaruppleysa sem innihalda díklórmetan til aðila sem hafa vottorð skv. 3. mgr. Þá er slíkum fyrir­tækjum óheimilt að stilla málningaruppleysum sem innihalda díklórmetan upp í versl­unum sínum.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 4. gr. laga nr. 45/2008, um efni og efna­blöndur.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 1. mars 2013.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica