Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

1289/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 786/1999 um mengunarvarnaeftirlit. - Brottfallin

1. gr.

19. gr. orðist svo:

19.1 Heilbrigðisnefndir skulu árlega skila til Umhverfisstofnunar yfirliti yfir framkvæmd og niðurstöður mengunarvarnaeftirlits og ef við á niðurstöður mælinga á umhverfisgæðum. Upplýsingum skal skila á þann hátt sem Umhverfisstofnun ákveður.

19.2 Umhverfisstofnun skal senda hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd niðurstöður mengunarvarnaeftirlits fyrir atvinnurekstur hjá atvinnurekstri sem fellur undir eftirlit stofnunarinnar. Geri Umhverfisstofnun kröfu um úrbætur hjá tilteknum atvinnurekstri, sbr. IX. kafla, ber að senda afrit bréfsins til viðkomandi heilbrigðisnefndar.

19.3 Umhverfisstofnun og heilbrigðisnefndir skulu leggja mat á og taka saman upplýsingar og hafa frumkvæði að upplýsingagjöf, byggða á eftirlitsmælingum sem fram hafa farið hjá atvinnurekstri sem getur haft í för með sér mengun þar sem talið er að ástand sé yfirvofandi sem haft geti skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjali 1:

a) Töluliður 11 í fylgiskjali 1 orðist svo:

11.

a.

Eldi sjávar- og ferskvatnslífvera, að skeldýrarækt undanskilinni, þar sem ársframleiðsla > 10.000 tonn og fráveita til sjávar eða þar sem ársframleiðsla > 1.000 tonn og fráveita í ferskvatn

 

1

 

b.

Eldi sjávar- og ferskvatnslífvera, að skeldýrarækt undanskilinni, þar sem ársframleiðsla er 3.000-10.000 tonn og fráveita til sjávar eða þar sem ársframleiðsla er 300-1000 tonn og fráveita í ferskvatn

 

2

 

c.

Eldi sjávar- og ferskvatnslífvera, að skeldýrarækt undanskilinni, þar sem ársframleiðsla er 1.000-3.000 tonn og fráveita til sjávar eða þar sem ársframleiðsla er 100-300 tonn og fráveita í ferskvatn

 

3

 

d.

Skeldýrarækt með ársframleiðslu umfram 200 tonn og eldi annarra sjávar- og ferskvatnslífvera þar sem ársframleiðsla er 200-1.000 tonn og fráveita til sjávar eða þar sem ársframleiðsla er 20-100 tonn og fráveita í ferskvatn

 

4

b) Töluliður 12 í fylgiskjali 1 orðist svo:

a.

Meðferð úrgangs - förgunarstaðir úrgangs:

 

1

  

urðunarstaðir, sorpbrennslustöðvar og söfnunar- og móttökustöðvar ef þær eru reknar í nánum landfræðilegum tengslum við förgunarstaði þar sem tekið er á móti meira en 5.000 tonnum af úrgangi

 

b.

Meðferð úrgangs - förgunarstaðir úrgangs:

 

2

  

urðunarstaðir, sorpbrennslustöðvar og söfnunar- og móttökustöðvar ef þær eru reknar í nánum landfræðilegum tengslum við förgunarstaði þar sem tekið er á móti 500-5.000 tonnum af úrgangi

 

c.

Meðferð úrgangs - förgunarstaðir úrgangs:

 

3

  

urðunarstaðir, sorpbrennslustöðvar og söfunar- og móttökustöðvar ef þær eru reknar í nánum landfræðilegum tengslum við förgunarstaði þar sem tekið er á móti 50-499 tonnum af úrgangi eða urðunarstaðir þar sem eingöngu er tekið á móti óvirkum úrgangi, 20.000 tonnum á ári eða meira

 

d.

Meðferð úrgangs - förgunarstaðir úrgangs:

 

4

  

urðunarstaðir þar sem eingöngu er tekið á móti minna en 20.000 tonnum á ári af óvirkum úrgangi

 

c) Töluliður 13 í fylgiskjali 1 orðist svo:

Meðhöndlun og förgun spilliefna, þ.m.t. staðir fyrir námuúrgang

2d) Töluliður 24 í fylgiskjali 1 orðist svo:

24.

a.

Olíubirgðastöðvar fyrir olíur og/eða bensín með gegnumstreymi

  
  

bensíns meira en 5.000 tonn á ári

 

2

 

b.

Olíubirgðastöðvar fyrir olíur og/eða bensín með gegnumstreymi

  
  

bensíns minna en 5.000 tonn á ári

 

3

 

c.

Olíubirgðastöðvar sem eingöngu geyma olíuefni til malbiksframleiðslu

  
  

og olíumalarframleiðslu

 

4

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjali 2:

a) Við tölulið 3 bætist nýr töluliður sem verður töluliður 3.16 sem orðist svo:

3.16

Rannsóknarstofur þar sem notuð eru eða geymd hættuleg efni eða meðhöndluð sóttmenguð sýni

 

3

b) Töluliður 3.16 verður 3.17.

c) Töluliður 6.9 orðist svo:

6.9

Eldi sjávar- og ferskvatnslífvera og skeldýrarækt, annað en það sem er í fylgiskjali 1

 

4

d) Við tölulið 8 bætast þrír nýir töluliðir sem verða töluliðir 8.6 til 8.8 og orðast svo:

8.6

Móttökustöðvar aðrar en þær sem eru í fylgiskjali 1 og meðhöndla

  
 

meira en 5.000 tonn af úrgangi á ári

 

1

8.7

Móttökustöðvar aðrar en þær sem eru í fylgiskjali 1 og meðhöndla 500-5.000 tonn af úrgangi á ári

 

2

8.8

Móttökustöðvar aðrar en þær sem eru í fylgiskjali 1 og meðhöndla allt að 500 tonnum af úrgangi á ári

 

3

e) Töluliður 8.6 verður 8.9.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 20. desember 2012.

Svandís Svavarsdóttir.

Magnús Jóhannesson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica