Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

1135/2021

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 300/2020 um Vatnajökulsþjóðgarð.

1. gr.

1. tölul. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Dregin er lína úr punkti í jaðri Austurtungnajökuls þar sem Lambatungnaá rennur undan jökli og Lambatungnaá fylgt þar til hún fellur í Skyndidalsá en þaðan er Skyndidalsá fylgt að jaðri Lambatungnajökuls og síðan jökuljaðri að punkti í Goðaborg með hnit A671864 m, N450243 m. Þaðan er dregin bein lína í Geitafellstind, hnit A676229 m, N444143 m, og áfram eftir beinni línu í jökulsporð neðst í Hoffellsjökli, hnit A673332 m, N440320 m og þaðan áfram eftir jökuljaðri að austanverðum landamerkjum Flateyjar á Mýrum þar sem þau koma í jökuljaðar. Þaðan eftir landamerkjunum að punkti 200 m ofan raflínu sem liggur þvert yfir land Flateyjar. Þaðan meðfram raflínunni, 200 m ofan hennar, að landamerkjum Flateyjar og Skálafells. Þaðan í Hánípu og síðan eftir línu sem dregin er milli Hánípu og Snjófells að jökuljaðri. Eftir jökuljaðri að Kolgrímu og eftir vesturbakka Kolgrímu að punkti M (hnit A661187 m, N421142 m). Þó skulu þjóðgarðsmörk dregin 100 m norðan námu sem er yst á Hjallanesi neðst við Kolgrímu þannig að náman verði utan þjóðgarðsmarka. Frá punkti M upp að klettum ofan hjalla er fylgja neðsta klettabelti að Kistugili (lína sem dregin er milli eftirfarandi hnitpunkta: A660861 m, N421038 m; A660607 m, N420765 m; A660537 m, N420949 m). Þaðan upp með Kistugili að austanverðu að punkti N (hnit A660542 m, N420933 m) og þaðan í vörðu í punkti O (hnit A660508 m, N421238 m) að vörðu í punkti P (hnit A660012 m, N421441 m) við fjallshlíðina. Þaðan beina línu að jökuljaðri gegnum punkt R (hnit A659813 m, N422084 m). Þaðan eftir jökuljaðri að punkti í Fellsárjökli (hnit A639657 m, N410468 m) meðfram Fellsá að Fellsfossi (hnit A641159 m, N406914 m) og þaðan bein lína til sjávar um Hrollaugsaur (hnit A643576 m, N402299 m). Meðfram ströndinni í vesturátt að punkti (hnit A631684 m, N390291 m) á Breiðamerkurfjöru rétt austan við Breiðárós og þaðan bein lína austan Fjallsár í jökul í Fjallsárlóni (hnit A627105 m, N393970 m), meðfram jaðri Fjallsjökuls að punkti (hnit A625006 m, N391770 m) í sunnanverðum Hrútárjökli. Þaðan eftir jökuljaðri að landamerkjum Hofs og Sandfells í Rótarfjalli þaðan suður með landamerkjunum að punkti sem hugsast staðsettur á landamerkjunum 100 m sunnan miðlínu þjóðvegar 1. Þaðan fylgja mörkin línu sem hugsast dregin 100 m sunnan miðlínu þjóðvegar 1 að landamerkjum Sandfells og Svínafells. Þaðan er dregin lína eftir landamerkjum jarðanna að jaðri Virkisjökuls og áfram eftir jökuljaðri að landamerkjum Svínafells og Skaftafells II í jaðri Svínafellsjökuls, þaðan eftir framlengdri þeirri landamerkjalínu á Svínafellsjökli að skurðpunkti við stefnulínu sem dregin er úr merki við Gömlutún og um fremstu nöf Hafrafells, þaðan eftir þeirri línu um fremstu nöf Hafrafells og í merkið við Gömlutún, þaðan að mörkum Austur- og Vestur-Skaftafellssýslna á Skeiðarársandi við þjóðveg 1. Þaðan er dregin lína í norður eftir sýslumörkum í jaðar Skeiðarárjökuls, þaðan eftir jökuljaðri að skurðpunkti línu að punkti 1 (hnit A547164 m, N407083 m) í jökuljaðri, þaðan að punkti 2 (hnit A546329 m, N405705 m) sunnan Fljótsodda, þaðan eftir punktaröð 3 til 20, suðaustur, suður og vestur fyrir Innri-Eyrar í punkt 20 (hnit A540777 m, N396544 m) austan Blængs. Þaðan í hæsta topp Varmárfells, punktur 21 (hnit A538705 m, N393125 m). Þaðan í hátopp Hnútu, punktur 22 (hnit A528737 m, N387484 m), þaðan í Innra-Grjótárhöfuð, punktur 23 (hnit A522619 m, N383196 m), sunnan Skaftár. Þaðan í punkt 24 (hnit A519347 m, N381663 m). Þaðan í punkt 25 (hnit A517764 m, N381660 m) við veginn um Fjallabaksleið nyrðri, um 1 km sunnan Eldgjár. Þaðan eftir punktalínu 26 til 37, 500 metra vestan Fjallabaksleiðar nyrðri að Landmannalaugum, F 208. Þaðan frá punkti 37 (hnit A511443 m, N385844 m) við vegamót á slóða í Faxasund, um hápunkt Breiðbaks, punktur 38 (hnit A531513 m, N409494 m), þaðan í hnit A540539 m, N420228 m í jökuljaðri Tungnaárjökuls að sveitarfélagamörkum Skaftárhrepps og Ásahrepps þar sem Tungnaá rennur undan Tungnaárjökli. Eftir Tungnaá í punkt A (hnit A537750 m, N423116 m) austan Jökulheima. Þaðan beina línu í punkt B (hnit A523446 m, N416683 m) sem er á 815 m háum kolli syðst í Ljósufjöllum. Þaðan beina línu í punkt C (hnit A519371 m, N415861 m) sem er á sveitarfélagamörkum Ásahrepps og Rangárþings ytra milli Svartakambs og Þveröldu. Þaðan beina línu í Þveröldu við Austurbotn Þórisvatns, þaðan í sömu stefnu í punkt D (hnit A511087 m, N424643 m). Þaðan beina línu í Hvannagil (hnit A518743 m, N431517 m). Eftir Hvannagili og síðan Köldukvísl að punkti E (hnit A537575 m, N447537 m) sem er sunnan Syðri-Hágöngu. Þaðan beina línu að Hraunbúa (hnit A541737 m, N443929 m), þá til austurs í punkt F (hnit A545382 m, N448350 m) og þaðan beina línu í Skerðing (hnit A546539 m, N455644 m), Krosshnjúka (hnit A544529 m, N461447 m) og Fjórðungakvísl (hnit A541782 m, N474087 m). Þaðan í punkt G (hnit A543077 m, N476013 m) og eftir línu sem dregin er úr punkti G milli eftirfarandi punkta: H (hnit A544473 m, N476816 m), I (hnit A544528 m, N476661 m), J (hnit A545448 m, N475961 m) og K (hnit A546621 m, N475790 m). Þaðan eftir vegslóða norðan Tungnafellsjökuls og austur Dyngjufjallaleið (F910) að punkti A1 (hnit A573652 m, N500741 m) 100 m frá vegamótum F910 og ómerkts vegslóða. Þaðan í norður eftir línu sem hugsast dregin 100 m vestan við og samsíða vegslóðanum í punkt B1 (hnit A572583 m, N501983 m). Þaðan 100 m vestan við vestari vegslóðann í punkt C1 (hnit A573193 m, N508063 m) og áfram norður 100 m vestan við vegslóðann í punkt D1 (hnit A573239 m, N509743 m) og áfram norður 100 m vestan við vegslóðann í punkt E1 (hnit A576056 m, N521716 m). Hér beygir línan í austur og svo norður milli eftirfarandi 16 punkta: Punktur F1 (hnit A576100 m, N521710 m), punktur G1 (hnit A576383 m, N521862 m), punktur H1 (hnit A576726 m, N521862 m), punktur I1 (hnit A577084 m, N522286 m), punktur J1 (hnit A577523 m, N522972 m), punktur K1 (hnit A578253 m, N523374 m), punktur L1 (hnit A578509 m, N523845 m), punktur M1 (hnit A578609 m, N524615 m), punktur N1 (hnit A578807 m, N525283 m), punktur O1 (hnit A578792 m, N526983 m), punktur P1 (hnit A578898 m, N527708 m), punktur Q1 (hnit A579038 m, N528551 m), punktur R1 (hnit A579281 m, N529382 m), punktur S1 (hnit A579455 m, N530236 m), punktur T1 (hnit A579456 m, N531019 m), punktur U1 (hnit A579371 m, N531712 m). Úr punkti U1 er dregin bein lína í punkt sem liggur á þjóðlendulínu í farvegi Sandár (hnit A579388 m, N532104 m) og svo austur eftir þjóðlendulínu í farvegi Sandár í punkt (hnit A582366 m, N528430 m). Úr þeim punkti er þjóðlendulínu fylgt norður í skurðpunkt þjóðlendulínu og sveitarfélagamarka Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps (hnit A583290 m, N533119 m), sbr. úrskurð óbyggðanefndar frá 6. júní 2008 í máli nr. 1/2007. Þaðan í norðnorðaustur í punkt sunnan Suðurárbotna (hnit A584084 m, N536263 m), en frá honum í suðaustur að upptökum Suðurár (hnit A589424, m, N532285, m). Þaðan til austurs í punkt (hnit A599832 m, N532285 m), þar sem Bláfjallshalar eru í hánorður. Úr þeim punkti er farið beint í norður að suðurenda Bláfjallshala (hnit A599832 m, N543511 m). Þaðan beina línu norðaustur í punkt Herðubreiðarfjöll 1 (A607650 m, N545217 m), þaðan bein lína í suður í punkt Herðubreiðarfjöll 2 (A607650 m, N532000 m), þaðan bein lína í austur í punkt Herðubreiðarfjöll 3 (A622650 m, N532000 m) og þá í norður í punkt Herðubreiðarfjöll 4 (A622650 m, N547749 m). Frá þeim punkti bein lína í austur í Jökulsá á Fjöllum (A632741 m, N547703 m) og þaðan í suður með Jökulsá á Fjöllum að punkti (A635742 m, N532781 m) og þaðan að Árkrossi þar sem Kreppa fellur í Jökulsá á Fjöllum (A630946 m, N522956 m). Þaðan til suðurs eftir meginkvísl Kreppu austan Lónshnjúks að ármótum við Kverká og síðan eftir Kverká að Brúarjökli (A637496 m, N478888 m). Þaðan eftir jökuljaðri að austurmörkum friðlandsins í Kringilsárrana, sbr. auglýsingu nr. 181/2003, þar sem Jökulkvísl rennur undan jökli. Þaðan eftir austurmörkum friðlandsins að punkti S (hnit A650403 m, N477828 m) austan Hálslóns. Þaðan eftir línu sem liggur 1 km frá og meðfram austurbakka Hálslóns (625 m hæðarlína) að Kárahnjúkavegi, þaðan í austur eftir línu sem liggur 200 m sunnan við og meðfram Kárahnjúkavegi að Hraunaveituvegi vestan Jökulsár í Fljótsdal. Þaðan eftir línu sem liggur 200 m vestan við og meðfram Hraunaveituvegi og vegslóða að Eyjabakkavaði. Þaðan beina línu í punkt (hnit A671027 m, N477861 m) 1 km sunnan við Kelduárlón og þaðan beina línu í Háukletta. Úr Háuklettum beina línu í Marköldu um innsta Geldingafell eftir sýslumörkum Múlasýslu og Austur-Skaftafellssýslu í upphafspunkt í jökuljaðri.

2. gr.

Í stað korts í viðauka I "Mörk þjóðgarðs" kemur kort sem birt er í viðauka I við reglugerð þessa.

3. gr.

Í stað korts í viðauka II "Mörk rekstrarsvæða" kemur kort sem birt er í viðauka II við reglugerð þessa.

4. gr.

Í stað korts í viðauka III "Svæði þar sem hefðbundin landnýting er heimil, sbr. 26. gr." kemur kort sem birt er í viðauka III við reglugerð þessa.

5. gr.

Tafla 1 í viðauka IV fellur brott.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 7. gr. og 20. gr. laga nr. 60/2007 um Vatnajökulsþjóðgarð og tekur þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi auglýsing nr. 519/1975 um friðlýsingu á Háöldu, Austur-Skaftafellssýslu.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 22. september 2021.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.