1. gr.
Eftirfarandi reglugerðir sem vísað er til í XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:
a) |
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 frá 29. apríl 2004 um þrávirk, lífræn mengunarefni og um breytingu á tilskipun 79/117/EBE, sem vísað er til í tölulið 12w, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 107/2007, þann 28. september 2007. Reglugerðin er birt í fylgiskjali 1 með reglugerð þessari. |
|
b) |
Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1195/2006 frá 18. júlí 2006 um breytingu á IV. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 um þrávirk, lífræn mengunarefni, sem vísað er til í tölulið 12w, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 107/2007, þann 28. september 2007. Reglugerðin er felld inn í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 sbr. a-lið og birt þannig í fylgiskjali 1 með reglugerð þessari. |
|
c) |
Reglugerð ráðsins (EB) nr. 172/2007 frá 16. febrúar 2007 um breytingu á V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 um þrávirk, lífræn mengunarefni, sem vísað er til í tölulið 12w, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 107/2007, þann 28. september 2007. Reglugerðin er felld inn í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 sbr. a-lið og birt þannig í fylgiskjali 1 með reglugerð þessari. |
|
d) |
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 323/2007 frá 26. mars 2007 um breytingu á V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 um þrávirk, lífræn mengunarefni og um breytingu á tilskipun 79/117/EBE, sem vísað er til í tölulið 12w, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 107/2007, þann 28. september 2007. Reglugerðin er felld inn í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 sbr. a-lið og birt þannig í fylgiskjali 1 með reglugerð þessari. |
2. gr.
Umhverfisstofnun gegnir hlutverki lögbærs yfirvalds sbr. 15. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004.
3. gr.
Hver sá sem hefur undir höndum 50 kg eða meira af efnum sem talin eru upp í I. og II. viðauka EB-reglugerðar nr. 850/2004, og sem heimilt er að nota skv. sérstakri undanþágu varðandi notkun efnis sem er bannað eða sætir takmörkunum, skal tilkynna það til Umhverfisstofnunar fyrir 1. maí 2009.
4. gr.
Í staðinn fyrir "Innflutningur inn á tollsvæði Bandalagsins", í a) lið 2. gr. í EB reglugerð nr. 850/2004 kemur: Innflutningur inn á tollsvæði EES-ríkja.
5. gr.
Um eftirlit með reglugerð þessari fer samkvæmt 9. og 10. gr. laga nr. 45/2008 um efni og efnablöndur.
6. gr.
Um brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar fer samkvæmt 12. gr. laga nr. 45/2008 um efni og efnablöndur og þar sem það á við, 33. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
7. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 4. gr. laga nr. 45/2008 um efni og efnablöndur og 13. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirfarandi tilskipunum:
1) |
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 frá 29. apríl 2004 um þrávirk, lífræn mengunarefni og um breytingu á tilskipun 79/117/EBE. |
|
2) |
Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1195/2006 frá 18. júlí 2006 um breytingu á IV. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 um þrávirk, lífræn mengunarefni. |
|
3) |
Reglugerð ráðsins (EB) nr. 172/2007 frá 16. febrúar 2007 um breytingu á V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 um þrávirk, lífræn mengunarefni. |
|
4) |
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 323/2007 frá 26. mars 2007 um breytingu á V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 um þrávirk, lífræn mengunarefni og um breytingu á tilskipun 79/117/EBE. |
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfisráðuneytinu, 16. janúar 2009.
F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Fylgiskjal.(sjá PDF-skjal)