Fara beint í efnið

Prentað þann 18. apríl 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 29. maí 2021

943/2019

Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 896/2012 um hvaða flugrekendur heyra undir umsjón Íslands í viðskiptakerfi með losunarheimildir.

1. gr.

Við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar bætist einn nýr stafliður, k-liður, sem orðast svo:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/225 frá 6. febrúar 2019 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 748/2009 að því er varðar umráðendur loftfara sem Bretland er tilgreint sem ábyrgðaraðildarríki fyrir, sem vísað er til í lið 21as í XX. viðauka við EES-samninginn, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 43/2019 frá 29. mars 2019. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti nr. 38, 16. maí 2019, bls. 44-142.

2. gr. Innleiðing.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) 2019/225 frá 6. febrúar 2019 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 748/2009 að því er varðar umráðendur loftfara sem Bretland er tilgreint sem ábyrgðaraðildarríki fyrir, sem vísað er til í lið 21as í XX. viðauka við EES-samninginn, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 43/2019 frá 29. mars 2019.

3. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 4. mgr. 16. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 16. október 2019.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Hugi Ólafsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.