Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

911/2018

Reglugerð um (12.) breytingu á reglugerð nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast 7 nýir töluliðir, svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2324 frá 12. desember 2017 um endurnýjun á samþykki fyrir virka efninu glýfosati, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011, sem vísað er til í tl. 13zzzzzzzzl, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 108/2018, þann 31. maí 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 42 frá 28. júní 2018, bls. 287-293.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/84 frá 19. janúar 2018 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 540/2011 að því er varðar framlengingu á samþykkistímabilum fyrir virku efnin klórpýrifos, klórpýrifosmetýl, klóþíanidín, koparefnasambönd, dímoxýstróbín, mankóseb, mekópróp-p, metíram, oxamýl, petoxamíð, própíkónasól, própíneb, própýsamíð, pýraklóstróbín og soxamíð, sem vísað er til í tl. 13a, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 144/2018, þann 6. júlí 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 23. ágúst 2018, bls. 259-261.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/112 frá 24. janúar 2018 um endurnýjun á samþykki fyrir áhættulitla virka efninu lamínaríni, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011, sem vísað er til í tl. 13a og 13zzzzzzzzm, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 144/2018, þann 6. júlí 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 23. ágúst 2018, bls. 262-265.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/113 frá 24. janúar 2018 um endurnýjun á samþykki fyrir virka efninu asetamípríði, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011, sem vísað er til í tl. 13a og 13zzzzzzzzn, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 144/2018, þann 6. júlí 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 23. ágúst 2018, bls. 266-269.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/155 frá 31. janúar 2018 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 686/2012 um að úthluta til aðildarríkjanna mati á virku efnunum í tengslum við málsmeðferð við endurnýjun, sem vísað er til í tl. 13zzze, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 144/2018, þann 6. júlí 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 49 frá 26. júlí 2018, bls. 330-334.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/184 frá 7. febrúar 2018 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 540/2011 að því er varðar framlengingu á samþykkistímabilunum fyrir virku efnin FEN 560 (einnig kallað grikkjasmári eða duft úr fræjum grikkjasmára) og súlfúrýlflúoríð, sem vísað er til í tl. 13a, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 144/2018, þann 6. júlí 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 23. ágúst 2018, bls. 337-339.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/185 frá 7. febrúar 2018 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 540/2011 að því er varðar skilyrði fyrir samþykki fyrir virka efninu penflúfeni, sem vísað er til í tl. 13a, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 144/2018, þann 6. júlí 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 23. ágúst 2018, bls. 340-342.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirtöldum EES-gerðum:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2324 frá 12. desember 2017 um endurnýjun á samþykki fyrir virka efninu glýfosati, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/84 frá 19. janúar 2018 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 540/2011 að því er varðar framlengingu á samþykkistímabilum fyrir virku efnin klórpýrifos, klórpýrifosmetýl, klóþíanidín, koparefnasambönd, dímoxýstróbín, mankóseb, mekópróp-p, metíram, oxamýl, petoxamíð, própíkónasól, própíneb, própýsamíð, pýraklóstróbín og soxamíð.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/112 frá 24. janúar 2018 um endurnýjun á samþykki fyrir áhættulitla virka efninu lamínaríni, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/113 frá 24. janúar 2018 um endurnýjun á samþykki fyrir virka efninu asetamípríði, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/155 frá 31. janúar 2018 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 686/2012 um að úthluta til aðildarríkjanna mati á virku efnunum í tengslum við málsmeðferð við endurnýjun.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/184 frá 7. febrúar 2018 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 540/2011 að því er varðar framlengingu á samþykkistímabilunum fyrir virku efnin FEN 560 (einnig kallað grikkjasmári eða duft úr fræjum grikkjasmára) og súlfúrýlflúoríð.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/185 frá 7. febrúar 2018 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 540/2011 að því er varðar skilyrði fyrir samþykki fyrir virka efninu penflúfeni.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 3. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 27. september 2018.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.