Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

811/2021

Reglugerð um gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu.

1. gr.

Gjaldtaka er heimil innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæð­inu eftir því sem kveðið er á um í reglugerð þessari. Virðisaukaskattur er innifalinn í gjaldi samkvæmt 2. gr. Virðisaukaskattur er einnig innifalinn í gjaldi samkvæmt töluliðum 6.-10. 3. gr.

2. gr.

Gjald fyrir einn í gistingu í eina nótt á tjaldsvæði á þjónustusvæði A í tjaldi, fellihýsi, tjaldvagni, hjólhýsi eða húsbíl. Svæðisgjald, sbr. 4. gr., er innifalið í gjaldinu:

1.   Almennt gjald  1.500 kr.
2.   Börn, 13 til 17 ára, í fylgd með fullorðnum  900 kr.
3.   Eldri borgarar (67 ára og eldri) og öryrkjar  1.300 kr.

Aðgangur barna, 12 ára og yngri, í fylgd með fullorðnum, að tjaldsvæði er gjaldfrjáls.

Gjald fyrir einn í gistingu í eina nótt á tjaldsvæði á þjónustusvæði B í tjaldi, fellihýsi, tjaldvagni, hjólhýsi eða húsbíl:

1.   Almennt gjald 1.250 kr.
2.   Börn, 13 til 17 ára, í fylgd með fullorðnum  700 kr.
3.   Eldri borgarar (67 ára og eldri) og öryrkjar 1.000 kr.

Aðgangur barna, 12 ára og yngri, í fylgd með fullorðnum, að tjaldsvæði er gjaldfrjáls.

Gjald fyrir hverja gistieiningu í tjaldi, fellihýsi, tjaldvagni, hjólhýsi eða húsbíl á þjónustusvæðum A og B er 250 kr. á nótt.

Gjald fyrir gistingu í skála A í eina nótt:

1.   Almennt gjald   4.500 kr.
2.   Börn, 13 til 17 ára, í fylgd með fullorðnum 2.300 kr.
3.   Eldri borgarar (67 ára og eldri) og öryrkjar  3.500 kr.

Aðgangur barna, 12 ára og yngri, í fylgd með fullorðnum, að skála A er gjaldfrjáls.

Gjald fyrir gistingu í skála B í eina nótt:

1.   Almennt gjald 3.500 kr.
2.   Börn, 13 til 17 ára, í fylgd með fullorðnum 1.500 kr.
3.   Eldri borgarar (67 ára og eldri) og öryrkjar 2.750 kr.

Aðgangur barna, 12 ára og yngri, í fylgd með fullorðnum, að skála B er gjaldfrjáls.

Gjald fyrir sumarstæði. Svæðisgjald, sbr. 4. gr., er innifalið í gjaldinu í Skaftafelli:

1.   1 mánuður   26.000 kr.
2.   1 mánuður með rafmagni   34.000 kr.
3.   2 mánuðir   52.000 kr.
4.   2 mánuðir með rafmagni   68.000 kr.
5.   3 mánuðir   78.000 kr.
6.   3 mánuðir með rafmagni 102.000 kr.

 

3. gr.

Gjald fyrir aðra þjónustu:

      1.   Sturtugjald, eitt skipti  300 kr.
2.   Rafmagn á tjaldsvæði, pr. sólarhring 10 amp. tengill 1.000 kr.
3.      Rafmagn á tjaldsvæði, pr. sólarhring 16 amp. tengill  1.350 kr.
4.   Afnot af þvottavél, eitt skipti 500 kr.
5.   Afnot af þurrkara, eitt skipti  500 kr.
6.   Afnot af aðstöðu í skála, einn dagur (án gistingar) 500 kr.
7.   Útseld vinna sérfræðinga 16.000 kr.
8.   Útseld vinna landvarða 12.000 kr.
9.   Útgáfa leyfa, stærri verkefni, samningar á grundvelli reglugerðar um atvinnutengda starfsemi 50.000 kr.
10.   Útgáfa leyfa, önnur verkefni 25.000 kr.

Aðgangur að neti og sturtum er innifalinn í tjaldsvæðisgjaldi á þjónustusvæði A, sbr. 2. gr.

 

4. gr.

Svæðisgjald í Skaftafelli (sólarhringsgjald frá kl 00.00 - 24.00):

1.   Flokkur A - Fólksbifreið, 5 manna og færri   750 kr.
2.   Flokkur B - Fólksbifreið, 6-9 manna  1.000 kr.
3.   Flokkur D - Rúta, 19-32 manna  1.800 kr.
4.   Flokkur D - Rúta, 19-32 manna  3.500 kr.
5.   Flokkur E - Rúta, 33-64 manna  6.400 kr.
6.   Flokkur F - Rúta 65 manna og fleiri  6.400 kr,
7.   Bifhjól  300 kr.

Svæðisgjald er innifalið í tjaldsvæðisgjaldi, sbr. 2. gr.

 

5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 21. gr. laga nr. 60/2007, um Vatna­jökuls­þjóðgarð, og öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 610/2020 um gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 7. júlí 2021.

 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Hugi Ólafsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica