1315/2025
Reglugerð um breytingu á reglugerð um öryggi net- og upplýsingakerfa veitenda stafrænnar þjónustu, nr. 1255/2020.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar, ásamt fyrirsögn:
- Ný greinarfyrirsögn ákvæðisins verður: Gildissvið og innleiðing ESB-gerðar.
- Ný málsgrein bætist við sem verður lokamálsgrein og orðast svo:
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af XI. viðauka við EES-samninginn, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins, framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/151 frá 30. janúar 2018 um reglur um beitingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1148 að því er varðar frekari forskriftir varðandi þá þætti sem veitendur stafrænnar þjónustu eiga að taka tillit til í því skyni að stýra þeirri áhættu sem steðjar að öryggi net- og upplýsingakerfa og varðandi þær kennistærðir sem notaðar eru til að ákvarða hvort atvik hafi verulega skerðandi áhrif, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 21/2022, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 77/2024, dags. 17. október 2024, bls. 37-40.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 7., 8. og 28. gr. laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða, nr. 78/2019, og öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 21. nóvember 2025.
Ingilín Kristmannsdóttir.
B deild - Útgáfudagur: 8. desember 2025