|
1. gr. Við 20. gr. reglugerðarinnar bætist við nýr stafliður, x-liður, svohljóðandi: Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2381 frá 29. september 2023 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/480 um sameiginlegar reglur varðandi samtengingu rafrænna landsskráa yfir flutningafyrirtæki á vegum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2025 frá 7. febrúar 2025, birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 20. mars 2025, bls. 680-694. 2. gr. Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. mgr. 32. gr. og 34. gr. laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 19. maí 2025.
F. h. r. Árni Freyr Stefánsson. Nína Guðríður Sigurðardóttir. |