Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

628/2021

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 822/2004, með síðari breytingum.

1. gr.

Á eftir 25. gr. reglugerðarinnar bætist við ný grein, 25. gr. a, svohljóðandi:

Eftirtaldar EES-gerðir sem vísað er til í II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af II. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1939 frá 7. nóvember 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 582/2011 að því er varðar aukalosunaraðferðir (AES), aðgang að upp­lýsingum úr innbyggðu greiningarkerfi og upplýsingum um viðgerðir og viðhald öku­tækja, mælingar á losun á kaldræsingartímabilum og notkun færanlegs mælikerfis fyrir losun (PEMS) til að mæla fjölda agna, að því er tekur til þungra ökutækja, sbr. ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 19/2021, 5. febrúar 2021, birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 23, 31. mars 2021, bls. 640-663.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1892 frá 31. október 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1230/2012 að því er varðar kröfur um gerðarviðurkenningu tiltekinna vél­knúinna ökutækja með framlengdu stýrishúsi og tækja og búnaðar sem dregur úr loftnún­ingsviðnámi vélknúinna ökutækja og eftirvagna þeirra, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 19/2021, 5. febrúar 2021, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 23, 31. mars 2021, bls. 615-639.
  3. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/1694 frá 11. nóvember 2020 um breyt­ingu á reglugerð (ESB) nr. 168/2013 að því er varðar sértækar ráðstafanir í tengslum við "síðustu ökutæki gerðar" í flokki L til að bregðast við COVID-19-heimsfaraldrinum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 99/2021, 29. mars 2021, birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 26, 8. apríl 2021, bls. 203-204.
  4. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631 frá 17. apríl 2019 um að setja staðla um koltvísýringslosun nýrra fólksbifreiða og nýrra léttra atvinnuökutækja og um niðurfell­ingu reglugerða (EB) nr. 443/2009 og (ESB) nr. 510/2011, sbr. ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 168/2020, 23. október 2020, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 74, 12. nóvember 2020, bls. 62-102.
  5. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/22 frá 31. október 2019 um breyt­ingu á I. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631 að því er varðar vöktun á losun koltvísýrings frá nýjum léttum atvinnuökutækjum sem hafa verið gerðarviðurkennd í fjölþrepa ferli, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 232/2020, 11. desember 2020, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, 28. janúar 2021, bls. 718-723.
  6. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1590 frá 19. ágúst 2020 um breytingu á I. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631 til að taka tillit til þróunar á massa nýrra léttra atvinnuökutækja sem skráð voru 2016, 2017 og 2018, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2021, 5. febrúar 2021, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 22, 25. mars 2021, bls. 803-804.
  7. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1564 frá 6. ágúst 2020 um breyt­ingu á framseldri reglugerð (ESB) 2018/985 að því er varðar umbreytingarákvæði hennar til þess að bregðast við áhrifum af völdum COVID-19-hættuástandsins, sbr. ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 132/2021, 23. apríl 2021, birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 34, 12. maí 2021, bls. 54-55.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breyt­ingum, öðlast þegar gildi.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 14. maí 2021.

 

F. h. r.

Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Ástríður Scheving Thorsteinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica