628/2021
Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 822/2004, með síðari breytingum.
1. gr.
Á eftir 25. gr. reglugerðarinnar bætist við ný grein, 25. gr. a, svohljóðandi:
Eftirtaldar EES-gerðir sem vísað er til í II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af II. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1939 frá 7. nóvember 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 582/2011 að því er varðar aukalosunaraðferðir (AES), aðgang að upplýsingum úr innbyggðu greiningarkerfi og upplýsingum um viðgerðir og viðhald ökutækja, mælingar á losun á kaldræsingartímabilum og notkun færanlegs mælikerfis fyrir losun (PEMS) til að mæla fjölda agna, að því er tekur til þungra ökutækja, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 19/2021, 5. febrúar 2021, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23, 31. mars 2021, bls. 640-663.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1892 frá 31. október 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1230/2012 að því er varðar kröfur um gerðarviðurkenningu tiltekinna vélknúinna ökutækja með framlengdu stýrishúsi og tækja og búnaðar sem dregur úr loftnúningsviðnámi vélknúinna ökutækja og eftirvagna þeirra, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 19/2021, 5. febrúar 2021, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23, 31. mars 2021, bls. 615-639.
- Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/1694 frá 11. nóvember 2020 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 168/2013 að því er varðar sértækar ráðstafanir í tengslum við "síðustu ökutæki gerðar" í flokki L til að bregðast við COVID-19-heimsfaraldrinum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 99/2021, 29. mars 2021, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26, 8. apríl 2021, bls. 203-204.
- Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631 frá 17. apríl 2019 um að setja staðla um koltvísýringslosun nýrra fólksbifreiða og nýrra léttra atvinnuökutækja og um niðurfellingu reglugerða (EB) nr. 443/2009 og (ESB) nr. 510/2011, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 168/2020, 23. október 2020, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, 12. nóvember 2020, bls. 62-102.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/22 frá 31. október 2019 um breytingu á I. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631 að því er varðar vöktun á losun koltvísýrings frá nýjum léttum atvinnuökutækjum sem hafa verið gerðarviðurkennd í fjölþrepa ferli, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 232/2020, 11. desember 2020, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, 28. janúar 2021, bls. 718-723.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1590 frá 19. ágúst 2020 um breytingu á I. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631 til að taka tillit til þróunar á massa nýrra léttra atvinnuökutækja sem skráð voru 2016, 2017 og 2018, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2021, 5. febrúar 2021, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 22, 25. mars 2021, bls. 803-804.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1564 frá 6. ágúst 2020 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2018/985 að því er varðar umbreytingarákvæði hennar til þess að bregðast við áhrifum af völdum COVID-19-hættuástandsins, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 132/2021, 23. apríl 2021, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, 12. maí 2021, bls. 54-55.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 14. maí 2021.
F. h. r.
Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Ástríður Scheving Thorsteinsson.