Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

599/2021

Reglugerð um breytingu á reglugerð um stærð og þyngd ökutækja, nr. 155/2007.

1. gr.

18. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Eftirtaldar EES-gerðir sem vísað er til í II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af II. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

  1. Tilskipun ráðsins 96/53/EB um að ákveða leyfileg hámarksmál vegna umferðar innan aðildar­ríkja og milli landa og leyfilega hámarksþyngd vegna umferðar milli landa fyrir til­tekin ökutæki sem eru í notkun í bandalaginu, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 24/97 frá 6. maí 1997, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 37, 17. september 1996, bls. 59-73.
  2. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/7/EB um breytingu á tilskipun ráðsins 96/53/EB um að ákveða leyfileg hámarksmál vegna umferðar innan aðildarríkja og milli landa og leyfilega hámarksþyngd vegna umferðar milli landa fyrir tiltekin ökutæki sem eru í notkun í bandalaginu, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 130/2002 frá 27. september 2002, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, 8. nóvember 2003, bls. 242-244.
  3. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/719 frá 29. apríl 2015 um breytingu á til­skipun ráðsins 96/53/EB um að ákveða leyfileg hámarksmál vegna umferðar innan aðildar­ríkja og milli landa og leyfilega hámarksþyngd vegna umferðar milli landa fyrir tiltekin ökutæki sem eru í notkun í bandalaginu, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 316/2015 frá 11. desember 2015, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 19, 31. mars 2016, bls. 76-85.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1213 frá 12. júlí 2019 um ítarleg ákvæði sem tryggja samræmd skilyrði fyrir framkvæmd reglna um rekstrarsamhæfi og samrýmanleika innbyggðs vigtunarbúnaðar samkvæmt tilskipun ráðsins 96/53/EB, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 313/2019 frá 13. desember 2019, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12, 27. febrúar 2020, bls. 469-490.
  5. Framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1916 frá 15. nóvember 2019 um ítarleg ákvæði varðandi búnað á afturhluta ökutækja sem dregur úr loftnúningsviðnámi samkvæmt tilskipun ráðsins 96/53/EB, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 62/2021 frá 5. febrúar 2021, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 22, 25. mars 2021, bls. 637-638.

 

2. gr.

1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfileg breidd bifreiðar og eftirvagns er 2,55 m, með þeim undantekningum að yfirbygging jafn­hita­ökutækis og búnaður sem dregur úr loftnúningsviðnámi og er festur aftan á ökutæki og samtengd ökutæki, í samræmi við framkvæmdarreglugerð 2019/1916/ESB, sbr. tilskipun ráðsins 96/53/EB, má vera 2,60 m. Til þess að yfirbygging geti flokkast til jafnhitayfirbyggingar þurfa einangraðar hliðar hennar og loft að vera að lágmarki 45 mm að þykkt.

 

3. gr.

Með reglugerð þessari er innleidd framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2019/1916/ESB um breytingu á tilskipun ráðsins 96/53/EB að því er varðar búnað á afturhluta ökutækja sem dregur úr loftnúningsviðnámi, sem vísað er til í 6. tölul. 1. mgr. 18. gr. reglu­gerðar­innar.

 

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 82. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breyt­ingum, öðlast þegar gildi.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 11. maí 2021.

 

F. h. r.

Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Ástríður Scheving Thorsteinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica