Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

1195/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 750/2016 um flugvernd.

1. gr.

Við 1. mgr. 53. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi stafliður:

ú. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/111 frá 13. janúar 2020 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/1998 að því er varðar samþykki fyrir flugverndarbúnaði í almenningsflugi sem og fyrir þriðju lönd sem viðurkennt er að beiti flugverndarkröfum sem jafngilda sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd í almenningsflugi, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 138 frá 25. september 2020, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69 frá 29. október 2020, bls. 610.

Liðir (1) (b) og (2) (b) að því er varðar Ísrael, Ben Gurion flugvöll, koma ekki til framkvæmda.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 70. gr. d., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Á sama tíma falla úr gildi reglugerðir nr. 114/2020 og nr. 279/2020 um breytingu á reglugerð nr. 750/2016 um flugvernd.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 26. nóvember 2020.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Valgerður B. Eggertsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.