Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

273/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð um leigubifreiðar nr. 397/2003. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi:

Ákvæði til bráðabirgða.

Þrátt fyrir 2. málsl. 1. mgr. 19. gr. getur Samgöngustofa heimilað tímabundna innlögn á atvinnu­leyfi til skemmri tíma en tveggja mánaða.

Ákvæði þetta fellur brott 31. maí 2020.

 

2. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 13. gr. laga um leigubifreiðar nr. 134/2001, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 27. mars 2020.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica