Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

198/2019

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 175/2008 um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

b. liður 1. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

yfirvélstjóri á vinnuskipum sjókvíaeldisstöðva í siglingum innan fjarða og flóa eftir 4 mánaða siglingatíma og eftir að hafa lokið eftirfarandi áföngum í námi til skírteinis Vvy1: RAFV1VA04(AV), RAFV2VA04(BV), VÉLS2VA04(BV) eða viðurkenndu viðbótarnámi til að gegna stöðu yfirvélstjóra á vinnuskipi sjókvíaeldisstöðva, skipulögðu af skóla sem uppfyllir kröfur laga um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa.

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 3. mgr. 19. gr. laga nr. 30/2007, um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 12. febrúar 2019.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica