Leita
Hreinsa Um leit

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

52/2019

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 750/2016 um flugvernd.

1. gr.

Við reglugerðina bætist ný grein, 53. gr. a, svohljóðandi ásamt fyrirsögn:

Önnur ákvæði.

Ísrael, hvað varðar Ben Gurion flugvöll, bætist við þau lönd sem viðurkennt er að beiti flug­verndar­kröfum sem jafngildi sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd í almenningsflugi, að því er varðar lestarfarangur.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 70. gr. d., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum, og öðlast gildi 1. febrúar 2019.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 21. janúar 2019.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica