Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

1084/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara.

1. gr.

2. gr. reglugerðarinnar breytist og orðast svo:

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um starfrækslu flugvéla, þyrlna og svifflugna, þ.m.t. skoðanir á hlaði á loftförum flugrekenda sem eru undir öryggiseftirliti annars ríkis þegar þau lenda á flugvelli á Íslandi.

Í reglugerðinni er mælt fyrir um skilyrði fyrir því að gefa út, viðhalda, breyta, takmarka, fella tímabundið úr gildi eða afturkalla skírteini flugrekenda, sem stunda flutningaflug, sem nota loftför sem talin eru upp í b- og c-lið 1. mgr. 4. gr. reglugerðar (EB) nr. 216/2008, nema hvað varðar loftbelgi, um réttindi og ábyrgð handhafa skírteina sem og um skilyrði fyrir því að starfræksla skuli bönnuð, takmörkuð eða háð tilteknum skilyrðum í öryggisskyni.

Í reglugerðinni er einnig kveðið á um ítarlegar reglur um skilyrði og verklagsreglur að því er varðar yfirlýsingu frá flugrekendum sem stunda sérstaka starfrækslu í ábataskyni fyrir flugvélar, þyrlur og svifflugur, og starfrækslu og sérstaka starfrækslu flókinna, vélknúinna loftfara, sem er ekki í ábataskyni, og eftirlit með þeim.

Í reglugerðinni er einnig mælt fyrir um ítarlegar reglur varðandi það hvaða skilyrðum tiltekin áhættusöm, sérstök starfræksla (verkflug) í ábataskyni skuli háð, til að fá leyfi í öryggisskyni og skilyrðin fyrir útgáfu, viðhaldi, breytingu, takmörkun, tímabundinni niðurfellingu eða afturköllun slíkra leyfa.

Reglugerð þessi á ekki við um flugrekstur sem fellur undir gildissvið a-liðar 1. gr. reglugerðar (EB) nr. 216/2008.

Reglugerð þessi gildir ekki um starfrækslu loftskipa.

Reglugerð þessi gildir ekki um starfrækslu loftbelgja, nema að því er varðar kröfur til eftirlitsstjórnvalds þegar um er að ræða starfrækslu loftbelgja annarra en tjóðraðra.

2. gr.

Við 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, svohljóðandi:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/394 frá 13. mars 2018 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 um að fella brott flugrekstrarkröfur fyrir loftbelgi, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 116 frá 31. maí 2018. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 42 frá 28. júní 2018, bls. 147-155.

3. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 80. gr., 85. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi. Reglugerðin kemur til framkvæmda 8. apríl 2019.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 28. nóvember 2018.

F. h. r.

Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir.

Jónas Birgir Jónasson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.