Leita
Hreinsa Um leit

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

770/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 750/2016.

1. gr.

53. gr. a fellur brott.

2. gr.

Við 53. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi liður:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/55 frá 9. janúar 2018 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/1998 að því er varðar að bæta Lýðveldinu Singapúr við þau þriðju lönd sem viðurkennt er að beiti flugverndarkröfum sem jafngilda sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd í almenningsflugi, samkvæmt ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 157/2018 frá 6. júlí 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 49 frá 26. júlí 2018, bls. 379.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 70. gr. d, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 31. júlí 2018.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Jónas Birgir Jónasson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica