Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

539/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara.

1. gr.

Við 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi töluliður:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/363 frá 1. mars 2017 um breytingu á reglugerð Evrópusambandsins (ESB) nr. 965/2012 hvað varðar sérstakt samþykki fyrir starfrækslu eins hreyfils flugvéla með hverfihreyfli að næturlagi eða við blindflugsskilyrði og að því er varðar samþykkiskröfur fyrir þjálfun vegna hættulegs varnings fyrir sérstaka starfrækslu í ábataskyni, starfrækslu flókinna, vélknúinna loftfara, sem er ekki í ábataskyni, og sérstaka starfrækslu flókinna, vélknúinna loftfara sem er ekki í ábataskyni, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 201 frá 27. október 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74 frá 16. nóvember 2017, bls. 140.

2. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 28. gr. e, 28. gr. f og 85. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 9. maí 2018.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Gunnar Örn Indriðason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.