1. gr.
Um úthlutun framlaga úr Fasteignasjóði til sveitarfélaga til uppbyggingar eða breytinga á fasteignum sem nýttar eru í þjónustu við fatlað fólk fer eftir ákvæðum reglugerðar þessarar.
2. gr.
Heimilt er að úthluta sveitarfélögum framlögum úr Fasteignasjóði til eftirfarandi verkefna á grundvelli umsóknar þeirra:
3. gr.
Umsóknir sveitarfélaga um framlög úr Fasteignasjóði ásamt fullnægjandi gögnum skulu hafa borist Jöfnunarsjóði eigi síðar en 1. október vegna næsta úthlutunarárs.
Jöfnunarsjóður gerir tillögu til ráðherra um heildarúthlutanir ársins fyrir 1. febrúar að fenginni umsögn ráðgjafarnefndar ráðherra skv. 15. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum.
Heimilt er að ákveða veitingu framlaga til lengri tíma en eins árs ef nauðsyn krefur. Þá er heimilt að veita framlög vegna kostnaðar sem fallið hefur til allt að þremur árum fyrir úthlutunarár. Framlög skulu að jafnaði greidd út í samræmi við framvindu viðkomandi verkefna.
Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. skulu umsóknir vegna úthlutunar á árinu 2018 hafa borist Jöfnunarsjóði eigi síðar en 1. júní á því ári. Þá skal tillaga Jöfnunarsjóðs til ráðherra um úthlutun framlaga á árinu 2018 liggja fyrir eigi síðar en 1. ágúst það ár.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 4. mgr. 13. gr. b laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, sbr. lög nr. 9/2018, öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 7. maí 2018.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.