Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

389/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1017/2017, um skoðanir á skipum og búnaði þeirra, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

4. málsl. 4. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Eigandi skemmtibáts sem annast sjálfur árlegar milliskoðanir á bát sínum skal fylla út skoð­unar­skýrslu sem hann varðveitir hjá sér, tilkynnir Samgöngustofu þegar skoðun er lokið og getur fram­vísað síðar ef skoðunarmaður óskar eftir því.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 3. mgr. 1. gr. og 1. og 2. mgr. 11. gr. laga nr. 47/2003, um eftir­lit með skipum, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 3. apríl 2018.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica