Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

1068/2017

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 94/2004, um starfshætti faggiltra skoðunarstofa skipa og búnaðar, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "sem eru 24 m að lengd eða lengri" í a-lið kemur: sem falla undir tilskipun 2009/45/EB sem er innleidd með reglugerð nr. 666/2001, með síðari breytingum.
  2. b-liður fellur brott.
  3. i-liður fellur brott.

2. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 10. gr. laga um eftirlit með skipum nr. 47/2003, stað­festist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 21. nóvember 2017.

Jón Gunnarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica