Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

659/2017

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 770/2010 um flugreglur.

1. gr.

Í stað 4. gr. reglugerðarinnar kemur ný 4. gr. sem orðast svo:

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi viðauki 2 um flugreglur (Rules of the Air) við Chicago-samninginn um alþjóðlegt almenningsflug (Convention on International Civil Aviation), ásamt breytingum samanber 44. breytingu frá 25. febrúar 2013 (Amendment 44 to the International Standards, Rules of the Air).

Með reglugerð þessari öðlast einnig gildi eftirfarandi reglugerðir sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn:

  1. Reglugerð (ESB) nr. 923/2012 frá 26. september 2012 um sameiginlegar flugreglur og rekstrar­ákvæði varðandi þjónustu og verklagsreglur fyrir flugleiðsögu og um breytingu á fram­kvæmdar­reglugerð (ESB) nr. 1035/2011 og reglugerðum (EB) nr. 1265/2007, (EB) nr. 1794/2006, (EB) nr. 730/2006, (EB) nr. 1033/2006 og (ESB) nr. 255/2010, með þeim breyt­ingum og viðbótum sem leiða af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 232 frá 13. desember 2013, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 4 frá 23. janúar 2014, bls. 422.
  2. Reglugerð (ESB) 2016/1185 frá 20. júlí 2016 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 923/2012 að því er varðar uppfærslu og fullvinnslu sameiginlegra flugreglna og rekstrarákvæða varð­andi þjónustu og verklagsreglur fyrir flugleiðsögu (SERA C-hluti) og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 730/2006, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans, sbr. ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 247 frá 2. desember 2016, birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 31 frá 18. maí 2017, bls. 209.

Í Flugmálahandbók (AIP Iceland) eru birtar upplýsingar um yfirráðasvæði Íslands, ákvæði og upp­lýsingar um bann-, hafta- og hættusvæði flugumferðarþjónustu, mörk flugstjórnarrýmis, flug­leiðir og flugvelli, sbr. 140. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 ásamt síðari breytingum og reglu­gerð um upplýsingaþjónustu flugmála.

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 57. gr. a, 5. mgr. 75. gr. 2. og 3. mgr. 76. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur reglugerð nr. 600/2008 um skipun loftrýmis í flokk og aðgang flugs samkvæmt sjónflugs­reglum yfir fluglagi 195 úr gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 30. júní 2017.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Gunnar Örn Indriðason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica