Innanríkisráðuneyti

75/2016

Reglugerð um kröfur og stjórnsýslumeðferð er varða flugvelli samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008.

1. gr.

Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að kveða á um skilyrði fyrir hönnun og öruggum rekstri flugvalla á Evrópska efnahagssvæðinu.

2. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um þá flugvelli sem falla undir gildissvið reglugerðar Evrópuþingsins og ráðs­ins (EB) nr. 216/2008 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flug­öryggis­stofnunar Evrópu og niðurfellingu tilskipunar ráðsins 91/670/EBE, reglugerðar (EB) nr. 1592/2002 og tilskipunar 2004/36/EB. Þeir flugvellir eru Keflavíkurflugvöllur, Reykjavíkurflugvöllur, Akureyrar­flugvöllur og Egilsstaðaflugvöllur. Reglugerð nr. 464/2007 gildir því ekki að því er varðar þessa flugvelli.

3. gr.

Innleiðing.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 139/2014 frá 12. febrúar 2014 um kröfur og stjórnsýslumeðferð er varða flugvelli samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164 frá 11. júní 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 46 frá 20. ágúst 2015, bls. 212.

4. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 56. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Reglugerð nr. 464/2007 um flugvelli heldur gildi sínu að því er varðar þá flugvelli sem ekki falla undir reglugerð þessa.

Innanríkisráðuneytinu, 19. janúar 2016.

Ólöf Nordal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica