Innanríkisráðuneyti

1128/2014

Reglugerð um öryggiseftirlit með rekstrarstjórnun flugumferðar og flugleiðsöguþjónustu. - Brottfallin

1. gr.

Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að kveða á um kröfur til öryggiseftirlits með flug­leið­sögu­þjónustu og rekstrarstjórnun flugumferðar fyrir almenna flugumferð.

2. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um eftirlit með flugleiðsöguþjónustu og rekstrarstjórnun flug­umferðar en tekur ekki til herflugs eða herþjálfunarflugs.

3. gr.

Lögbært eftirlitsyfirvald og framkvæmd.

Hið lögbæra yfirvald samkvæmt reglugerð þessari er Samgöngustofa. Samgöngustofa annast tilkynningar til Eftirlitsstofnunar EFTA á grundvelli reglugerðarinnar.

4. gr.

Rekstrarfyrirmæli.

Rekstrarfyrirmæli í formi tilskipunar um öryggi, samkvæmt 13. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1034/2011, skal gefa út í samræmi við 1. mgr. 84. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.

5. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð fram­kvæmda­stjórnarinnar (ESB) nr. 1034/2011 frá 17. október 2011 um öryggiseftirlit með rekstrar­stjórnun flugumferðar og flugleiðsöguþjónustu og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 691/2010, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af XIII. viðauka EES-samn­ingsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 230 frá 13. desember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 4 frá 23. janúar 2014, bls. 395.

6. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 6. mgr. 57. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loft­ferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast gildi 1. janúar 2015. Um leið fellur reglugerð nr. 354/2009, um eftirlit með flugleiðsöguþjónustu og rekstrarstjórnun flug­umferðar, úr gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 18. desember 2014.

Ólöf Nordal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica