Samgönguráðuneyti

665/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð um skoðun ökutækja nr. 8/2009. - Brottfallin

1. gr.

C-liður 1. mgr. 4. gr. orðist svo:

  1. fornbifreið og fornbifhjól annað hvert ár miðað við nýskráningarár ökutækis en ekki við árið þegar ökutæki er skráð sem fornbifreið eða fornbifhjól.

2. gr.

D-liður 1. mgr. 5. gr. orðist svo:

  1. ökutæki ætlað til neyðaraksturs.

3. gr.

Á eftir 2. mgr. 6. gr. bætist við ný mgr., 3. mgr., sem orðist svo:

Hafi eigandi (umráðamaður) ökutækis, sem býr fjær næstu skoðunarstofu en 80 km ekki átt þess kost að færa ökutækið til skoðunar innan frests skv. 2. mgr. getur hann fengið viðbótarfrest í tvo mánuði með því að tilkynna sýslumanninum í Bolungarvík um þá ósk sína. Tilkynningin þarf að hafa borist sýslumanni áður en frestur skv. 2. mgr. rennur út og má vera á rafrænu formi.

4. gr.

Á eftir 1. mgr. 7. gr. bætist við ný mgr., 2. mgr., sem orðist svo:

Hafi eigandi (umráðamaður) ökutækis ekki átt þess kost að færa ökutækið til aðal­skoðunar fyrir 1. ágúst á skoðunarári, skal það gert í síðasta lagi fyrir 1. október sama ár.

5. gr.

Í stað "tiltekinn" í 2. mgr. 8. gr. kemur: viku.

6. gr.

5. mgr. 17. gr. fellur brott.

7. gr.

1. mgr. 37. gr. orðist svo:

Leggja skal á gjald, vanrækslugjald, sem eigandi (umráðamaður) ökutækis, sbr. 2. og 3. mgr. 3. gr. skal greiða við aðalskoðun eða endurskoðun hafi ökutæki ekki verið fært til aðalskoðunar eða endurskoðunar á réttum tíma samkvæmt reglugerð þessari, það er:

  1. aðalskoðunar:
    1. fyrir lok annars mánaðar frá því er ökutækið skyldi fært til aðalskoðunar sam­kvæmt reglugerðinni, sbr. 2. mgr. 6. gr.
    2. fyrir lok fjórða mánaðar frá því er ökutækið skyldi fært til aðalskoðunar sam­kvæmt reglugerðinni, sbr. 3. mgr. 6. gr.
    3. fyrir 1. október, sbr. 7. gr.
  2. endurskoðunar þegar liðinn er mánuður frá lokum þess mánaðar er ökutækið skyldi fært til endurskoðunar samkvæmt ákvörðun skoðunarmanns, sbr. þó 4. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar.

Aftan við 3. mgr. 37. gr. kemur ný mgr., 4. mgr., sem orðast svo:

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er við eigandaskipti að ökutæki heimilt að greiða van­rækslu­gjald án þess að ökutækið sé fært til aðalskoðunar eða endurskoðunar ef:

  1. skoðunarstofu er afhent beiðni um eigandaskipti að ökutækinu
  2. skoðunarstofu er jafnframt afhent skráningarmerki ökutækisins og þess óskað að ökutækið verði skráð úr umferð.

8. gr.

Í stað "39. gr." í 8. mgr. 38. gr. kemur: 37. gr.

9. gr.

Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:

Ákvæði til bráðabirgða.

Bifreið, bifhjól og skráðan eftirvagn að heildarþyngd 3.500 kg eða minna, nýskráð:

  1. 2008 skal færa til aðalskoðunar í fyrsta sinn 2011, síðan eftir tvö ár og árlega eftir það,
  2. 2007 skal færa til aðalskoðunar í fyrsta sinn 2010, síðan eftir tvö ár og árlega eftir það,
  3. 2006 skal færa til aðalskoðunar í fyrsta sinn 2009, síðan eftir tvö ár og árlega eftir það,
  4. 2005 skal færa til aðalskoðunar 2010 og árlega eftir það,
  5. 2004 og fyrr skal færa til aðalskoðunar 2009 og árlega eftir það.

Tjaldvagn og hjólhýsi (fellihýsi), nýskráð:

  1. 2008 skal færa til aðalskoðunar í fyrsta sinn 2012 og annað hvert ár eftir það,
  2. 2007 skal færa til aðalskoðunar í fyrsta sinn 2011 og annað hvert ár eftir það,
  3. 2006 skal færa til aðalskoðunar í fyrsta sinn 2010 og annað hvert ár eftir það,
  4. 2005 og fyrr skal færa til aðalskoðunar 2009 og annað hvert ár eftir það.

Bráðabirgðaákvæðið breytir ekki skyldu til að færa ökutæki til skoðunar fyrir 1. janúar 2009 í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 378/1998.

10. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. 60. og 67. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987, sbr. lög nr. 44/1993, tekur gildi nú þegar.

Samgönguráðuneytinu, 14. júlí 2009.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica