Sjávarútvegsráðuneyti

649/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 447, 30. júní 1999, um veiðieftirlit á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC). - Brottfallin

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, sem verður 3. málsl., en núgildandi 3. málsl. verður 4. málsl.:

Loks gildir reglugerðin um tilkynningaskyldu íslenskra skipa til hafnríkja, hafi þau stundað veiðar innan eða utan lögsögu og fryst afla eða tekið við frystum afla sem veiddur er á samningssvæði NEAFC og landi aflanum í erlendri höfn.

2. gr.

Ný grein, sem verður 8. gr., bætist við reglugerðina og orðist svo:

Skylt er skipstjórum íslenskra skipa, sem heimild hafa til löndunar erlendis og landa ætla frystum afla eða afurðum í erlendri höfn að tilkynna þar til bæru yfirvaldi hafnríkis með minnst 3 virkra daga fyrirvara um komu sína til hafnar. Tilkynningar skulu sendar á eyðublöðum NEAFC fyrir hafnríkiseftirlit (Port State Control Forms), PSC1 eða PSC2, eftir því sem við á sem fást á heimasíðu NEAFC: www.neafc.org.

3. gr.

Númer annarra greina reglugerðarinnar breytast í samræmi við framanritað.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og lögum nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 3. júlí 2007.

F. h. r.

Jón B. Jónasson.

Steinar Ingi Matthíasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica