Sjávarútvegsráðuneyti

764/1997

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 8 14. janúar 1997 um Þróunarsjóð sjávarútvegsins með áorðnum breytingum. - Brottfallin

1. gr.

                Eftirfarandi breyting er gerð á 8. gr. reglugerðarinnar:

                Í stað dagsetningarinnar "1. janúar 1997" í 1. málsl. 1. mgr. komi: 1. janúar 1998.

                Í stað ártalsins "1997" í 2. málsl. 1. mgr. komi: 1998.

                Í stað orðanna "849 kr." í 2. málsl. 1. mgr. komi: 880 kr.

                Í stað orðanna "322.000 kr." í 2. málsl. 1. mgr. komi: 334.000 kr.

                Í stað dagsetningarinnar "1. janúar 1997" í 4. málsl. 1. mgr. komi: 1. janúar 1998.

2. gr.

                2. mgr. 16. gr. fellur niður.

3. gr.

                Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:

                Til 1. apríl 1998 skal veita styrki til að úrelda krókabáta á sóknardögum. Skal úreldingarstyrkurinn nema 80% af húftryggingarverðmæti. Gilda ákvæði 7. og 8. gr. laga nr. 92/1994, sem og ákvæði til bráðabirgða II. skv. þeim lögum sbr. lög nr. 89/1995, að öðru leyti um styrkveitingu þessa. Einnig gilda ákvæði 10. og 11. gr. reglugerðar nr. 7/1996 um Þróunarsjóð sjávarútvegsins með síðari breytingum, eftir því sem við á. Skal Þróunarsjóður hafa lokið öllum afgreiðslum vegna umsókna krókabáta á sóknardögum um úreldingarstyrki fyrir 1. maí 1998.

4. gr.

                Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt ákvæðum laga nr. 92 24. maí 1994 um Þróunarsjóð sjávarútvegsins með síðari breytingum staðfestist hér með til þess að öðlast gildi þegar í stað.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 30. desember 1997.

Þorsteinn Pálsson.

Árni Kolbeinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica