Sjávarútvegsráðuneyti

822/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 163, 30. maí 1973, um hvalveiðar.

1. gr.

Á eftir orðunum "fiskveiðiárinu 2006/2007" í 2. ml. 1. gr. bætist við eftirfarandi:

og á tímabilinu frá 14. september til 1. nóvember 2007.

2. gr.

Við viðauka frá 17. október 2006 við reglugerð nr. 163, 30. maí 1973, um hvalveiðar, bætist ný 2. gr. sem er eftirfarandi:

Heimildir til veiða á hrefnu samkvæmt 1. gr. eru framlengdar til 1. nóvember 2007.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 4. gr. laga nr. 26 3. maí 1949, um hvalveiðar, til að öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 14. september 2007.

Einar K. Guðfinnsson.

Jón B. Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica