Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

114/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 224, 14. mars 2006, um vigtun og skráningu sjávarafla. - Brottfallin

1. gr.

Við 54. gr. reglugerðarinnar bætist ný mgr. sem orðist svo:

Þó getur Fiskistofa, samkvæmt skriflegri beiðni aðila og að fenginni umsögn hafnaryfirvalda á viðkomandi löndunarstað, heimilað vigtun eldisfisks, sem landað hefur verið lifandi til slátrunar, með öðrum hætti. Slíkt leyfi skal þó því aðeins veitt að innra eftirlit fyrirtækisins sé traust auk þess sem vigtunarbúnaður sé löggiltur og vigtun framkvæmd af löggiltum vigtarmanni. Áður en leyfi er veitt skal Fiskistofa meta hvort búnaður umsækjanda sé með þeim hætti að honum sé unnt að fara í hvívetna að skilyrðum leyfisins. Leyfi sem veitt er samkvæmt þessari heimild skal bundið við nafn og kennitölu umsækjanda og veitir leyfið rétt til vigurnar á eldisfiski til slátrunar í því húsnæði sem tilgreint er í leyfisbréfi og með þeim skilyrðum sem þar er kveðið á um. Leyfið gildir til allt að tveggja ára. Vigtun sem fyrirhuguð er á grundvelli þessa leyfis skal tilkynna Fiskistofu með að lágmarki þriggja virkra daga fyrirvara og skal í tilkynningu koma fram hve miklu er áætlað að slátra ásamt fisktegund.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum, laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum, og laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, til þess að öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 23. janúar 2008.

F. h. r.

Steinar Ingi Matthíasson.

Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica