Sjávarútvegsráðuneyti

651/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 513 26. maí 2005 um eftirlit með heilbrigði sjávareldisdýra sem eru flutt til EES-svæðisins frá þriðju ríkjum.

1. gr.

1. mgr. 4. gr. verður svohljóðandi:

1. Fiskistofa skal sannprófa skjöl og auðkenni vegna hverrar sendingar dýra frá þriðja ríki, án tillits til tollafgreiðslustaðar. Fiskistofa skal ganga úr skugga um:

a)

uppruna þeirra,

b)

síðari viðtökustað þeirra, einkum þegar um umflutning er að ræða eða sérstakar kröfur sem hafa verið samþykktar af Evrópusambandinu sem varða Ísland og birtar hafa verið með auglýsingu sjávarútvegsráðuneytisins,

c)

að upplýsingarnar í vottorðunum eða skjölunum séu fullnægjandi,

d)

að engin vísbending um að sendingunni hafi verið hafnað hafi verið gefin í viðurkennda upplýsingaskiptakerfinu.2. gr.

a) liður 1. mgr. 5. gr. verður svohljóðandi:

a) að eldisdýr sem koma frá yfirráðasvæði eða hluta yfirráðasvæðis þriðja ríkis sem er ekki, að því er viðkomandi tegundir varðar, tilgreint í auglýsingu sjávarútvegsráðuneytisins þar að lútandi.

3. gr.

Við 6. gr. bætast eftirfarandi tvær málsgreinar:

3. Fiskistofa skal senda Eftirlitsstofnun EFTA skrá yfir landamærastöðvar sem sjá um dýraheilbrigðiseftirlit ásamt upplýsingum um:

a)

tegund landamærastöðvar þ.e. hvort um sé að ræða landamærastöð við höfn eða flugvöll,

b)

tegund dýra sem unnt er að hafa eftirlit með á viðkomandi landamærastöð, að teknu tilliti til búnaðar og dýraheilbrigðisstarfsfólks á staðnum og afgreiðslutíma þeirra,

c)

fjölda starfsmanna við dýraheilbrigðiseftirlit,

d)

búnað og húsnæði fyrir:

i)

sannprófun skjala,

ii)

eftirlit með ástandi,

iii)

sýnatöku,

iv)

rannsóknastofuprófum sem teljast nauðsynleg sbr. b-liður 2. mgr. 4. gr.

e)

rými í því húsnæði sem er fyrir hendi til að hýsa dýrin á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr prófum,

f)

tegund búnaðar fyrir hröð upplýsingaskipti, einkum við aðrar landamærastöðvar,

g)

umfang viðskipta (tegund og fjöldi dýra sem fer um þessa landamærastöð).


4. Í samráði við Fiskistofu skal Eftirlitsstofnun EFTA skoða þær landamærastöðvar sem koma fram í ofangreindri skrá Fiskistofu og send er Eftirlitsstofnun EFTA. Landamærastöðvarnar skulu skoðaðar með það í huga að tryggð sé samræmd beiting reglna um dýraheilbrigðiseftirlit og að hinar ýmsu landamærastöðvar hafi í raun yfir nauðsynlegum grunnvirkjum að ráða og fullnægi lámarkskröfum viðauka A.

4. gr.

Við 7. gr. bætast eftirfarandi þrjár málsgreinar sem eru svohljóðandi:

3. Í þeim tilvikum sem ekki hafa verið settar sérstakar reglur um innflutning dýra frá tilteknu ríki er innflutningur heimill að uppfyllltum eftirfarandi skilyrðum:

a)

haft skal eftirlit með þeim í samræmi við 4. gr.,

b)

ekki má flytja þau frá landamærastöð nema eftirlitið sýni að dýrið eða sendingin samrýmist með fyrirvara um sérstakar kröfur sem gilda um hlutaðeigandi þriðju lönd að því er varðar sjúkdóma sem eru framandi, kröfum um dýraheilbrigði sem gilda í viðskiptum með viðkomandi tegundir og mælt er fyrir um í reglugerð nr. 511/2005 um skilyrði á sviði heilbrigðis dýra sem hafa áhrif á markaðssetningu sjávareldisdýra og afurða þeirra,

c)

þegar þau hafa farið um landamærastöð skulu þau send til vinnslustöðvar ef um dýr til slátrunar er að ræða eða til eldisstöðvar ef um er að ræða dýr til fiskeldis.


4. Leiði eftirlit það sem er kveðið á um í 1. mgr. í ljós að dýrið eða sendingin samrýmist ekki þeim kröfum sem þar er mælt fyrir um, er ekki heimilt að flytja dýrið eða sendinguna frá landamærastöð og gilda þá ákvæði 11. gr.

5. Ef dýr sem um getur í 1. mgr. eiga ekki að fara á markað hér á landi skulu ákvæði 7. gr. gilda, einkum þau er varða útgáfu vottorðs.

5. gr.

2. mgr. 14. gr. verður svohljóðandi:

Sérfræðingar ESA og aðrir sérfræðingar sem til þess eru bærir skv. EES-samningnum geta, í samvinnu við Fiskistofu, að svo miklu leyti sem þörf er á til að tryggja að þessari reglugerð sé beitt á samræmdan hátt, gert skyndiskoðanir á staðnum.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 55, 10. júní 1998, um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, með síðari breytingum og lögum nr. 33/2002 um eldi nytjastofna sjávar, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 14. júlí 2006.

F. h. r.
Jón B. Jónasson.

Ásta Einarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica