Sjávarútvegsráðuneyti

670/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 701, 17. ágúst 2004, um takmarkanir á heimild til veiða á kúfiski. - Brottfallin

1. gr.

Við 1. gr. bætist ný mgr. sem orðist svo:

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að stunda kúfiskveiðar til öflunar á beitu, enda hafi viðkomandi skip leyfi til veiða í atvinnuskyni.

2. gr.

Reglugerð þessi er gefin út með stoð í lögum nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til að öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 27. júlí 2006.

F. h. r.
Jón B. Jónasson.

Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica