Leita
Hreinsa Um leit

Sjávarútvegsráðuneyti

771/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 696, 25. júlí 2005, um bann við kolmunnaveiðum við Þórsbanka án meðaflaskilju.

1. gr.

Í stað orðanna "reglugerðar frá 25. júlí 2005, um gerð og útbúnað meðaflaskilju við veiðar á uppsjávarfiski" í 1. gr. komi: reglugerðar nr. 505, 20. júní 2006, um gerð og útbúnað meðaflaskilju við veiðar á uppsjávarfiski.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til að öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 8. september 2006.

F. h. r.

Árni Múli Jónasson.

Þórður Eyþórsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica