Sjávarútvegsráðuneyti

432/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 595, 8. ágúst 2003, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2003/2004. - Brottfallin

1. gr.

Við 8. gr. bætist ný málsgrein svohljóðandi:
Um heimild til veiða umfram aflamark í einstökum fisktegundum, sem skerðir aflamark annarra botnfisktegunda hlutfallslega, gildir 1. mgr. 10. gr. laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. Sú takmörkun 2. málsliðar 10. gr. að heimildin í hverri tegund skuli miðast við 2% af heildaraflaverðmæti botnfisksaflamarks gildir þó ekki við veiðar á eftirfarandi tegundum: löngu, keilu, langlúru og skarkola.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, sbr. ákvæði í 2. gr. breytingarlaga nr. 147, 20. desember 2003 til að öðlast þegar gildi. Jafnframt er felld út gildi reglugerð nr. 81, 27. janúar 2004, um breytingu á reglugerð nr. 595, 8. ágúst 2003, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2003/2004.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 14. maí 2004.

Árni M. Mathiesen.
Jón B. Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica