Sjávarútvegsráðuneyti

170/2004

Reglugerð um línuveiðar norskra skipa í íslenskri fiskveiðilandhelgi árið 2004. - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð þessi tekur til framkvæmdar samnings milli Íslands, Noregs og Rússlands frá 15. maí 1999 um tiltekna þætti í samstarfi á sviði sjávarútvegs ásamt tvíhliða bókun við hann frá sama degi milli Íslands og Noregs.


2. gr.

Veiðar norskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands skulu háðar leyfum Fiskistofu. Ekki skulu fleiri en þrjú norsk skip hafa leyfi til línuveiða samtímis.

Norsk stjórnvöld skulu sækja um leyfi fyrir skip til línuveiða til Fiskistofu. Í umsókn skal tilgreina nafn skips, skrásetningarnúmer, stærð, tegund fjarskiptabúnaðar og kallmerki.


3. gr.

Norskum skipum sem hafa leyfi til línuveiða í íslenskri fiskveiðilandhelgi, samkvæmt þessari reglugerð, er heimilt að veiða samtals 500 tonn af keilu, löngu og blálöngu m.v. afla upp úr sjó. Auk þess er þeim heimilt að veiða alls 125 tonn af öðrum tegundum, þó ekki meira en 25 tonn af lúðu, 50 tonn af grálúðu og 50 tonn af karfa miðað við afla upp úr sjó.

Í veiðiferð skal afli í öðrum tegundum en keilu, löngu og blálöngu ekki vera meiri, en sem nemur 25% af samtals afla skipsins í keilu, löngu og blálöngu. Lúðuafli skal ekki vera meiri en sem nemur 5%, og afli af grálúðu og karfa ekki meiri en sem nemur 10% í hvorri tegund.

Fari afli í einhverri einstakri tegund, annarri en keilu, löngu eða blálöngu, yfir 50% af heildarafla þegar lína er dregin, er óheimilt að leggja línuna aftur nær þeim stað en 5 sjómílur.

Afla skal haldið aðgreindum eftir tegundum um borð í skipinu.

Leyfi norskra skipa til línuveiða í fiskveiðilandhelgi Íslands falla úr gildi þegar sameiginlegur afli skipanna hefur náð þeim leyfilega heildarafla sem ákveðinn er í þessari grein.


4. gr.

Norskum skipum sem leyfi hafa fengið til línuveiða er einungis heimilt að stunda veiðar sunnan 64°00'N og utan 12 sjómílna frá grunnlínu, sbr. reglugerð nr. 299/1975.

Óheimilt er, í sömu veiðiferð, að stunda jafnframt línuveiðar utan íslenskrar fiskveiðilandhelgi.


5. gr.

Norsk skip sem leyfi hafa fengið til línuveiða skulu búin fjarskiptabúnaði sem sendir upplýsingar með sjálfvirkum hætti til eftirlitsstöðvar, Landhelgisgæslu og Fiskistofu samkvæmt ákvæðum í fjareftirlitssamningi Fiskistofu Íslands og Fiskistofu Noregs sem kom til framkvæmda 1. ágúst 2000.


6. gr.

Skip skulu, á leið til veiðisvæðis áður en veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands hefjast og á leið út úr fiskveiðilandhelgi Íslands, sigla um eina af eftirfarandi athugunarstöðvum:
a) 66°00'N - 08°00'V
b) 65°00'N - 11°00'V
c) 64°00'N - 12°00'V
d) 63°30'N - 16°00'V
e) 63°00'N - 20°00'V
f) 63°30'N - 25°00'V
g) 65°00'N - 27°00'V

Athugunarstöðvum, sbr. 1. mgr., verður breytt með sérstakri reglugerð ef þróun veiða gefur tilefni til.

Skip geta í samráði við og með samþykki Landhelgisgæslunnar, haldið til annarra athugunarstöðva eða íslenskrar hafnar í stað athugunarstöðvar, sbr. 1. mgr.

Óheimilt er að yfirgefa athugunarstöð áður en tilkynntur komutími er liðinn, sbr. 7. gr., 10. gr. og 11. gr., nema að fengnu samþykki Landhelgisgæslunnar.


7. gr.

Áður en skip kemur inn í fiskveiðilandhelgi Íslands skal tilkynna Landhelgisgæslunni um fyrirhugaðar veiðar og komutíma í athugunarstöð með minnst 6 klukkustunda fyrirvara og mest 12 klukkustunda fyrirvara.
Í tilkynningunni komi eftirfarandi upplýsingar fram í þessari röð:

Orðið "komutilkynning" (entry report).
Nafn skips.
Kallmerki.
Dagsetning, tími og staðsetning í breidd og lengd þegar tilkynning er send.
Heildarafli um borð, sundurliðaður eftir tegundum.
Athugunarstöð sem siglt verður um, sbr. 6. gr., og fyrirhugaður komutími í athugunarstöðina.

Haldi skip til veiða úr íslenskri höfn skal það tilkynnt Landhelgisgæslunni á sama hátt og greint er í 1. mgr. Þó þarf ekki að tilgreina athugunarstöð sbr. síðasta lið.


8. gr.

Skip sem stundar veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands skal á hverjum degi á tímabilinu frá kl. 06.00 til 08.00 að íslenskum tíma, senda Landhelgisgæslunni tilkynningu þar sem eftirfarandi kemur fram í þessari röð:

Orðið "aflatilkynning" (catch report).
Nafn skips.
Kallmerki.
Dagsetning, tími og staðsetning í breidd og lengd þegar tilkynning er send.
Heildarafli um borð, sundurliðaður eftir tegundum.
Afli síðasta sólarhrings, miðað við kl. 24.00, eða afli frá því skipið kom inn í fiskveiðilandhelgi Íslands sé um skemmri tíma að ræða, sundurliðaður eftir tegundum.


9. gr.

Þegar skip lýkur veiðum í fiskveiðilandhelgi Íslands skal það tilkynnt Landhelgisgæslunni. Í tilkynningunni komi eftirfarandi upplýsingar fram í þessari röð:

Orðið "lokatilkynning" (exit report).
Nafn skips.
Kallmerki.
Dagsetning, tími og staðsetning í breidd og lengd þegar tilkynning er send.
Heildarafli um borð, sundurliðaður eftir tegundum.
Afli síðan síðasta aflatilkynning var send, sundurliðaður eftir tegundum.


10. gr.

Áður en skip heldur út úr fiskveiðilandhelgi Íslands skal senda Landhelgisgæslunni tilkynningu um það og komutíma í athugunarstöð með minnst 6 klukkustunda fyrirvara og mest 12 klukkustunda fyrirvara. Í tilkynningunni komi eftirfarandi upplýsingar fram í þessari röð:

Orðið "athugunartilkynning" (control report).
Nafn skips.
Kallmerki.
Dagsetning, tími og staðsetning í breidd og lengd, þegar tilkynning er send.
Heildarafli um borð, sundurliðaður eftir tegundum.
Athugunarstöð sem siglt verður um, sbr. 6. gr. og áætlaður komutími í athugunarstöð.
Löndunarhöfn.

Landi skip afla sínum í íslenskri höfn skal tilkynna það Landhelgisgæslunni á sama hátt og greint er frá í 1. mgr. en í stað athugunarstöðvar í síðasta lið verði greint frá löndunarhöfn.


11. gr.

Heimilt er að senda saman tilkynningu um lok veiða sbr. 9. gr. og um komu í athugunarstöð sbr. 10. gr. Við sendingu slíkrar tilkynningar eiga ákvæði 10. gr. við að öðru leyti en því að í stað orðsins "athugunartilkynning" (control report), koma orðin "loka- og athugunartilkynning" (exit and control report).


12. gr.

Norsk skip sem stunda veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands samkvæmt reglugerð þessari skulu hlíta ákvæðum laga nr. 22/1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, nema annað sé sérstaklega ákveðið í reglugerð þessari og sömu reglum og íslensk skip við sams konar veiðar, m.a. um veiðibann, friðunarsvæði og aðra lokun svæða.


13. gr.

Skipstjórum norskra skipa sem stunda veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, ber að auðvelda eins og unnt er eftirlit Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu með veiðum, veiðarfærum og afla um borð í skipunum. Telji eftirlitsaðilar að fullnægjandi athugun geti ekki farið fram á sjó er hlutaðeigandi skipstjórum skylt að hlíta fyrirmælum um að halda til nálægrar hafnar þar sem athugun geti farið fram.

Norskum skipum er skylt að halda afladagbók, skv. íslenskum reglum og skal hún sýnd eftirlitsaðilum þegar óskað er. Jafnframt skulu Hafrannsóknastofnuninni send afrit úr afladagbókum, sé þess óskað.

Leyfisbréf og reglur um veiðar skulu geymdar um borð í skipinu.

Tilkynningar samkvæmt 7.-11. gr. skal senda á íslensku eða ensku og skulu tímasetningar vera samkvæmt íslenskum tíma.


14. gr.

Heimilt er að frysta hausaðan og slægðan afla um borð. Frekari vinnsla á afla um borð er óheimil.

Við útreikning á afla um borð í afla upp úr sjó skal margfalda með eftirtöldum umreiknistuðlum:

Úr hausuðum og slægðum
í fisk upp úr sjó
Úr slægðum
í fisk upp úr sjó
með
klumbubeini
án
klumbubeins
Keila
1,47
1,56
1,11
Langa
1,41
1,50
1,19
Blálanga
1,41
1,50
1,19
Steinbítur/hlýri
1,45
1,59
1,11
Grálúða
1,39
1,42
1,09
Lúða
1,36
1,39
1,09
Karfi
1,61
1,82
1,06
Þorskur
1,55
1,70
1,19
Ýsa
1,47
1,61
1,19
Ufsi
1,39
1,49
1,19
Aðrar tegundir
1,30
1,40
1,1015. gr.

Fiskistofa getur svipt skip leyfi til veiða í fiskveiðilandhelgi Íslands brjóti útgerð eða áhöfn skipsins eða aðrir þeir er í þágu útgerðar starfa gegn lögum sem um veiðarnar gilda, reglugerð þessari eða ákvæðum samnings ríkjanna, sbr. 1. gr.


16. gr.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 22, 8. apríl 1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands. Með mál út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála.


17. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 22, 8. apríl 1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 19. febrúar 2004.

F. h. r.
Jón B. Jónasson.
Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica