Sjávarútvegsráðuneyti

10/2004

Reglugerð um tímabundið bann við loðnuveiðum. - Brottfallin

010/2004

REGLUGERÐ
um tímabundið bann við loðnuveiðum.

1. gr.

Frá og með 15. janúar til og með 29. janúar 2004 eru allar veiðar á loðnu bannaðar í íslenskri fiskveiðilandhelgi.


2. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt 16. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.


3. gr.

Reglugerð þessi er gefin út með stoð í 9. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreyni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 14. janúar 2004.

F. h. r.
Jón B. Jónasson.
Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica